Að fræða felst í að sækja

Eitthvað fer þetta nú rangt út úr blessuðum fulltrúum VG í borgarstjórn. Á sama tíma og sagt er að eigi að fræða þá má ekki heimsækja. Þetta er alger þversögn og langt út fyrir verksvið borgarfulltrúa.

Skólastjórnendur ákveða að fara í heimsókn í kirkju. Foreldrar eru látnir vita með fyrirvara og gefið tækifæri á að barnið fari ekki í heimsókn. Séu margir sem hætta við þá er auðvitað forsenda heimsóknar brostinn en ef á hinn bóginn fáir hætta við hver er þá tilgangurinn að allir missi af.

Það er mjög lífgandi að fara út úr skólastofunni og fræðast annarsstaðar. Það er síðan foreldranna að vinna úr því með barninu sem var heimsótt. Innlegg Lífar og fleiri snýr einmitt að því að frýja foreldra þá ábyrgð að spjalla við barnið um það sem það sér, lærir og upplifir.

Með þessu er verið að snúa fjölmenningu algerlega á hvolf því fjölmenning snýst um að fræða, sjá og skilja ólíka hluti en ekki banna.


mbl.is Deilt um kirkjuheimsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband