Góðar fréttir fyrir heimilin

Það eru góðar fréttir fyrir heimilin að eldsneytisverð lækkar og þar með kemur forsenda til að lækka annað eins og vöruverð vegna lægri flutningskostnaðar. Ekki er víst að heimilin fái að sjá það í buddu sinni en allavega þannig að vöruverð hækkar ekki í krónutölum.

Líklegast reyna fyrirtæki að draga þetta svigrúm til sín og Gildi er þegar búið að því með að hækka vexti á breytilegum lánum hjá sér. Bankarnir hafa líka aukið vaxtamun hjá sér. Flutningsfélög hafa lækkað hlutfallsáhrif olíu á verð hjá sér og verður fróðlegt að sjá hvernig það hefur áhrif á vöruverð.

Þótt skammtímaáhrif á vöruverð verði ekki endilega sýnileg þá má búast við langtímaáhrif að vöruverð haldist í stað. Þess vegna er mjög mikilvægt að verkalýðsforustan haldi að sér höndum og krefjist ekki mikilla launahækkanna. Geri frekar styttri samninga og sjái hverju framvindi. Það er ekki allt fengið með krónutöluhækkun launa.

Lítum til lengri tíma, það kemur öllum til góða.


mbl.is Sparar á annan tug milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband