19.12.2014 | 08:47
Menntun er ekki ávísun á starf
Eitthvað hefur nú skolast til í fréttinni hvernig niðurstöður eru fengnar í þessari doktorsritgerð. Menntun ein og sér er engin ávísun á starf en hins vegar gefur menntun mun meiri möguleika á að sækjast eftir ólíkum störfum.
Einstaklingur þarf alltaf að hafa jafn mikið fyrir því að fá starf en með litla menntun eru mun meiri möguleikar á einhæfum störfum. Hins vegar vantar samt í þessa greiningu að fjölbreytileiki starfa á Íslandi býður ekki endilega upp á störf fyrir fólk með menntun. Hvað gerir fólk þá?
Málið er einmitt að það eiga ekki allir að mennta sig og það þurfi líka að hlúa að þeim sem eru með litla menntun. Þessir einstaklingar eru mikilvægir á atvinnumarkaði og svona greining hljómar svolítið einhliða. Vil samt ekki leggja neinn dóm á þetta fyrr en ég hef lesið ritgerðina en vissulega þarf alltaf að taka ákveðna stefnu þegar svona verkefni er unnið.
Atvinnumöguleikar ráða ákvörðunarvaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.