Það er þetta með ekki

Það er mjög auðvelt að festa í lífsstíl þar sem ekki ræður för - af hverju get ég ekki ... Það er líka mjög auðvelt að festa í lífsstíl þar sem allt er ómögulegt og hægt að amast yfir öllum sköpuðum hlutum.

Þess vegna kemur spurningin af hverju er svona erfitt að lifa lífsstíl þar sem ég get ... Hópur í þjóðfélaginu, sem telur sig merkilegan og risastóran en er hvorugt, lifir eftir þeirri kennisetningu að allt sé ómögulegt á Íslandi og það sé engum hollt að búa þar. Samt sem áður búa margir af þessu hér á landi og virðast ekkert vera að hafa sig á braut.

Ég spyr hvers vegna að lifa í svona umhverfi sem hefur svona neikvæð áhrif á einstaklinga. Það er engum hollt eða gott að sjá allt það versta í kringum sig en gleyma að njóta augnabliksins. Það er einmitt með þetta "ekki" sem fær að ráða för.

Hvers vegna lifum við ekki án ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband