Hvað höfum við að gera við svona marga ráðherra

Þessi lenska að Íslendingar þurfi svona marga ráðherra er algerlega óskiljanleg. Það er ekki beint séð að það skili betri árangri í stjórnsýslunni. Það væri óskandi að samhliða fjölgun ráðherra færi fram vinna sem sýndi fram á tilganginn og hverju þetta skilar.

Ef ekki þá er einungis verið að eyða almannafé en nóg er af slíkri lensku hjá stjórnamálaflokkum landsins. Þetta minnir á að sífellt er verið að búa til fleiri deildarstjórastöður þótt ekkert sýni fram á að starfssemi batni við það. Þetta er gert án þess að þurfa að sýna fram á hver tilgangurinn er eða hvort þetta skili betra starfi hjá stofnuninni.

Það væri óskandi að stjórnvöld tækju sig til að kæmu með uppstokkun á opinberum störfum og fari fram á að starfsfólk sýni hverju það skilar.


mbl.is Breytingar líklegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangurinn með þessu er náttúrlega að menn með góð tengzl fái góð eftirlaun.

Hvað annað?

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2014 kl. 07:23

2 identicon

Fylgir fálkaorðan ekki þessu embætti líka?

Gunnar (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband