Skrýtið hvernig ríkiskerfið blæs sífellt út

Það er reyndar í eðli sínu hlutir eins og heilbrigðismál sem blása sífellt út og stækka einfaldlega vegna þess að fólki í landinu fjölgar. Hvort sú aukning sé umfram fólksfjölgun þekki ég ekki en þó er alveg ljóst í orðum Vigdísar felst samt mikill sannleikur.

Þannig er að alltaf er reynt að fá meira og gera meira úr stofnunum en þær hafa tilefni til. Sem dæmi má nefna Fiskistofu. Nú eða að stofnanir eru uppteknar að öðru en þær ættu í raun að sinna eins og Hafrannsóknastofnun.

Þegar farið er fram á aðhald þá hefur verið lenskan að tala um sparnað. Slíkt er fjarri lagi heldur að þetta er almannafé og stjórnendum ber að fara vel með féið á eins hagkvæman hátt og hægt er. Það er engin augljós lausn við þessu nema stjórnendur séu dregnir til ábyrgðar.


mbl.is Hagsmunaöfl í vegi hagræðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband