Þjóðin á þá rétt á fleiri sjónvarpsþáttum um sig

Við þessi tímamót er vert að minnast þess að hlutverk Ríkisútvarpsins er að stuðla að íslenskri þáttagerð um íslenska menningu. Þess eina sem ég óska við þessa breytingu er að nú sinni stofnunin (fyrirtækið) hlutverki eins og ætlast er til. En hvernig ætlar hún að gera það? Með því að koma á fót fleiri viðtalsþáttum? Hvað með t.d. leikrit, tónleika, íslenska sjónvarpsþætti, samkomur s.s. Fiskidaginn mikla o.s.frv. Ef Ríkisútvarpið ohf. sinnir þessu almennilega og af dugnaði þá styð ég breytinguna en ef hún klikkar á þessu þá finnst mér að þjóðin megi hafa eitthvað um það að segja og þá duga engar skoðanakannanir til þess.
mbl.is Þjóðin á þetta útvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband