8.1.2015 | 12:04
Hver vill vera atvinnulaus?
Held að VR ætti nú frekar að nýta féið til að koma með handbærar tillögur sem hjálpa þessu fólki aftur út á atvinnumarkaðinn. Það er engum greiði gerður að vera of lengi á atvinnuleysisskrá og eitthvað sem enginn óskar sér að þurfa í rúm tvö ár, hvað þá lengur.
Þessi hugsun um endalausan bótarétt er röng. Það þarf hreyfingu á hlutina til að komast úr sporunum en ekki leitast eftir kyrrstöðu.
VR hefur gert margt gott og bendir stundum á góða hluti en þetta er alger steypa hjá þeim.
VR hefur stefnt íslenska ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án efa vildu flestir sem eru á atvinnuleysisskrá miklu frekar fá laun.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2015 kl. 12:10
Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuárinu. Hvers vegna ættum við að borga fyrir 3 ára atvinnuleysistryggingu en fá aðeins tvö og hálft ár? Hvers vegna ætti ríkið að hagnast á því að við borgum fyrir meira en við fáum? Ætli ríkið að draga saman þjónustu sem ég borga fyrir vill ég sjá mismuninn í launaumslaginu.
"--Frá því að gjaldið var hækkað umtalsvert eftir hrun hefur atvinnuleysi minnkað og munurinn á hlutfalli gjaldsins og atvinnuleysisprósentu er mun meiri en áður. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðið tekjulind fyrir ríkissjóð og launagreiðslur skattlagðar meira en áður var. „Sé hugmyndafræðin sú að gjaldið eigi að fylgja kostnaði vegna atvinnuleysisbóta má sjá að svo hefur ekki verið þar sem atvinnuleysi hefur lækkað [minnkað] mun meira en nemur lækkun gjaldsins,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þá segir að aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dragi úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verði fjölgun starfa minni en ella. Beint atvinnutryggingargjald á tekjuárinu 2014 er 1,45% af launum. Almennt tryggingargjald, sem einnig --" http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/01/06/launin_skattlogd_meira/
Ufsi (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.