Hver vill vera atvinnulaus?

Held að VR ætti nú frekar að nýta féið til að koma með handbærar tillögur sem hjálpa þessu fólki aftur út á atvinnumarkaðinn. Það er engum greiði gerður að vera of lengi á atvinnuleysisskrá og eitthvað sem enginn óskar sér að þurfa í rúm tvö ár, hvað þá lengur.

Þessi hugsun um endalausan bótarétt er röng. Það þarf hreyfingu á hlutina til að komast úr sporunum en ekki leitast eftir kyrrstöðu.

VR hefur gert margt gott og bendir stundum á góða hluti en þetta er alger steypa hjá þeim.


mbl.is VR hefur stefnt íslenska ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Án efa vildu flestir sem eru á atvinnuleysisskrá miklu frekar fá laun.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2015 kl. 12:10

2 identicon

Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuárinu. Hvers vegna ættum við að borga fyrir 3 ára atvinnuleysistryggingu en fá aðeins tvö og hálft ár? Hvers vegna ætti ríkið að hagnast á því að við borgum fyrir meira en við fáum? Ætli ríkið að draga saman þjónustu sem ég borga fyrir vill ég sjá mismuninn í launaumslaginu.

"--Frá því að gjaldið var hækkað um­tals­vert eft­ir hrun hef­ur at­vinnu­leysi minnkað og mun­ur­inn á hlut­falli gjalds­ins og at­vinnu­leys­is­pró­sentu er mun meiri en áður. At­vinnu­trygg­ing­ar­gjald er því í aukn­um mæli orðið tekju­lind fyr­ir rík­is­sjóð og launa­greiðslur skattlagðar meira en áður var. „Sé hug­mynda­fræðin sú að gjaldið eigi að fylgja kostnaði vegna at­vinnu­leys­is­bóta má sjá að svo hef­ur ekki verið þar sem at­vinnu­leysi hef­ur lækkað [minnkað] mun meira en nem­ur lækk­un gjalds­ins,“ seg­ir í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans. Þá seg­ir að auk­in skatt­lagn­ing launa­greiðslna með þess­um hætti dragi úr getu at­vinnu­rek­enda til að ráða nýja starfs­menn og því verði fjölg­un starfa minni en ella.  Beint at­vinnu­trygg­ing­ar­gjald á tekju­ár­inu 2014 er 1,45% af laun­um. Al­mennt trygg­ing­ar­gjald, sem einnig --"   http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/01/06/launin_skattlogd_meira/

Ufsi (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband