9.1.2015 | 07:14
Herferð samtaka atvinnulífsins
Hér er verið að reyna hafa áhrif á stjórnvöld með að stytta framhaldsskóla og ellilíeyrisaldur færist aftar. Allt í nafni þess að fólk á starfsaldri eigi að fækka svo mikið.
Hins vegar er ekkert tekið tillit til þess að of margir læri bóklegt nám þannig að skekkja verður varðandi iðnfög og ófaglærð störf.
Sem sagt málflutningurinn er einhæfur og tekur ekki inn heildarmyndina. Núna t.d. er að hefjast innflutningur á verkamönnum í byggingariðnaði vegna skorts. Vilja verktakar í byggingariðnaði ráða fólk með bóklega menntun. Í fljótu bragði, ef ég setti mig í spor verktaka, þá væri svarið neikvætt og einfalt að rekja þau rök m.a. vegna hverfa við fyrsta tækifæri.
Hvernig væri að samtök atvinnulífsins kæmi með greiningu um skort á verkafólki vegna of mikils framboðs fólks með bóklega menntun. Ætti það ekki alveg eins rétt á sér?
Fækkun gæti hafist árið 2022 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.