Áminning um að trúa ekki öllu

Þessi frétt er góð áminning um það að trúa ekki öllu sem heyri. Þessi spekingur, sem baðst þó afsökunar, hafði geinilega ekki hundsvit á því sem hann var að tala um. Samt kemur hann fram í fjölmiðlum og staðhæfir eitthvað sem á sér engar stoðir.

Undanfarin ár á Íslandi eru sjálfskipaðir spekingar sem oft henda einhverju fram en hafa í raun ekki hundsvit á því sem þeir eru að fjalla um. Þannig gæti einhver sagt að blogg eins og þetta væri verið að fjalla um hluti þar sem ég hef ekkert vit á (og það hefur verið sagt í athugasemdum).

Hins vegar hef ég passað mig að staðhæfa ekki um hluti en segi mína skoðun. Á því er mikill munum þótt sumir virðast horfa framhjá slíku. Ég þori alveg að standa við það sem ég hef skrifað í þessu bloggi og segi skoðun mína. Hins vegar ber ég virðingu fyrir skoðunum annarra og leyfi fólki að vera ósammála mér. Aftur á móti ef ég ræki augun í meginfirru þá myndi ég benda á það.

Förum varlega í að alhæfa og verum málefnaleg.


mbl.is Birmingham „alfarið múslímsk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband