Vantar siðferði í stjórnir og stjórnendur

Það hefur verið nokkuð áberandi í fréttum undanfarið að stjórnir og stjórnendur virðast alveg úti að aka þegar kemur að siðferði og svona almennri hegðun. Þannig virðast þeir halda að allt sé leyfilegt og það hafi engar afleiðingar. Gott dæmi um það er klúðrið með ferðaþjónustu fatlaðra að það virðist í síðustu lög eiga að viðurkenna mannleg mistök.

Þetta einstaka dæmi sem nefnt er í fréttinni gefur svo sem ekki ástæðu uppsagnar en það er samt alltaf undirliggjandi að í málefnum fatlaðra er alltaf verið að leita eftir ódýrara vinnuafli. Þannig að fólk með reynslu er sett til hliðar og ráðið ódýrara vinnuafl. Sagt er að á bakvið það liggi rekstarleg sjónarmið en þjónustuviðmið skipta engu máli. Þannig eru fatlaðir sem þiggja þjónustuna að sætta sig við sífellt nýtt fólk og lélegri þjónustu samhliða því.

Ég legg til að lögð verði fram hvaða þjónustuviðmið eiga að liggja að baki rekstrarlegum forsendum í þjónustu við fatlaða.


mbl.is Nýbökuð móðir ekki endurráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband