17.1.2015 | 08:44
Á launafólk að gleypa við þessu?
Ósköp er þetta aumur málfluttningur hjá SA að hinn almenni launamaður á að sætta sig við að lepja dauðann úr skel meðan aðrir mega hækka 10x meira. Hvernig væri að SA kæmi fram og viðurkennir að laun stjórnenda eru vandamálið og ættu helst að lækka til að liðka fyrir samningum.
Svona misnotkun á fjölmiðlum er ekki sannfærandi nema gegn veikri verkalýðsforystu sem hefur ósköp lítið til málanna að leggja.
Er launafólk að kaupa svona útreikninga?
Minna skilar meiru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undarlegt er að þessir sömu menn og þessu halda fram hafi ekki valið hóflegar hækkanir á sín eigin laun.
Nei launafólk kaupir þetta ekki. En það er því miður ekki tilbúið að leggja neitt á sig til að fá þessu breytt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2015 kl. 09:04
SA hafa raunar lýst áhyggjum af óhóflegum hækkunum á launum stjórnenda. En hvað sem því líður og hvað sem óhóflegum launahækkunum lækna líður er staðreyndin einfaldlega þessi: Hin almennu laun eru mjög stór hluti rekstarkostnaðar fyrirtækjanna. Hækkun þeirra veldur óhjákvæmilega verðhækkunum. Verðhækkanir draga aftur úr þeim kaupmætti sem næst fram með launahækkunum.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2015 kl. 10:48
Þorsteinn þú talar um þetta eins og þetta sé náttúrulögmál sem er ansi fjarri sanni. Stjórnendur verða að bera ábyrgð á eigin gerðum og sýna fram á þeir eigi þess laun skilið. Það gerist ekki með að hækka vöruverð. Þegar heildsala missir helstu mjólkurkú sína þá geta þeir ekki hækkað verð á öðrum vörum til að ná sömu tekjum. Það þarf að leita annarra leiða. Stjórnendur eiga að sýna manndóm sinn og viðurkenna mistök sín vegna óhóflegra launahækkana og koma með raunhæfa lausn á málinu en ekki smánarhækkun handa launafólki.
Rúnar Már Bragason, 17.1.2015 kl. 15:58
Þorsteinn...
Ertu þá að segja að við hinn almenni launþegi ættum bara að sætta okkur við þetta?
Arnar Bergur Guðjónsson, 19.1.2015 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.