Ekki allt sem sýnist

Af fréttum úr Mogganum undanfarna daga þá talar fólk eins og þetta sé það besta sem hægt er að hugsa sér. Hins vegar er málið ekki endilega að þetta sé svona einhliða því þegar farið er að kafa ofan í málið þá er ekki allt sem sýnist svona miklu betra.

Ein staðreyndin er sú að fólk breytir oft um lífsstíl og í raun trappar sig niður frá lífsstílnum á Íslandi. Það eitt og sér getur þýtt að fólk hafi allt í einu miklu meira milli handanna.

Það breytir því þó ekki að vissulega kemur fólk aftur til Íslands af einhverjum ástæðum og það getur verið spennandi að búa um tíma annarsstaðar. Einmitt ber að varast að taka of einhliða málflutning en ef fólki líður vel þangað sem það flytur, hvað er þá vandamálið? Það er eins og sumir halda að frysta eigið augnablikið og ekkert megi breytast.

Hættum að óttast þessa flutninga og leyfum þeim að njóta sín sem geta. Hins vegar eigum við að hætta þessum samanburði á kostnaði. Hann hefur engan tilgang því lífsstíll felst í meiru en hvort að þessir hlutir séu ódýrari og aðrir dýrari. Á endanum er þetta alltaf tilfinningin um hvar okkur líður vel sem hefur úrslitaáhrif.


mbl.is Sumir flytja aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband