23.1.2015 | 07:11
Kemur ekki á óvart
Mér finnst það mjög rökrétt að fólk sem flyst til norðurlandanna finnist það ekki vera útlendingar enda er þetta svo kunnuglegt umhverfi. Noregur er eins og stór útgáfa af Íslandi það er ósköp lítill munur.
Tungumálið er heldur ekki framanadi þar sem flestir hafa lært dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig tekur ekki langan tíma að koma sér inn í málið og aðlagast aðstæðum.
Þetta er líklega ekkert ólíkt og með norðulandabúana sem flytja til Íslands. Útlitslega eru þeir svo líkir að daglega gerum við engan greinamun. Jafnvel þótt þeir læri seint málið þá er líklegra að við séum umburðalyndari gagnvart þeim. Reyndar mætti alveg gera rannsókn á því til að sannreyna tilgátuna.
Njótið þess þeir sem vilja búa í þessum löndum enda lítil breyting í raun þrátt fyrir að alltaf þarf að aðlagast nýjum aðstæðum.
Íslendingar, ekki útlendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.