3.2.2015 | 09:32
Lufsuháttur er þetta
Það er búið að lofa að leggja þetta fram og til hvers þá að bíða svona lengi. Það getur enginn stjórnað umræðinnu eða hvað gerist í kringum þetta. Það er alveg vitað að samfylkingin mun bulla eitthvað um samning en ekki staðreyndir að þetta sé aðlögun.
Það er líka vitað að aðrir flokkar eins og VG sem segjast vera á móti munu fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu. Tvískilningurinn er samt fyrir VG liða að þeir fóru aldrei fram á þjóðaratkvæðagreiðslu þegar farið var í ferlið.
Besti flokkurinn er ESB flokkur og Píratar fylgja stjórnarandstöðunni í blindni.
Ef þingmenn kysu eftir bestu sannfæringu sinni og yfirlýsingum þá er mikill meirihluti fyrir að afturkalla umsóknina. Það sama sést í öllum skoðannakönnunum sem spyrja réttu spurningunnar um hvort Íslendingar vilji í ESB. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill það ekki.
Hvers vegna þá þessi lufsuháttur við að leggja þetta fram. Ekki seinna en á morgun er viðeigandi og lokið fyrir næstu mánaðmót.
Málið hjá utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.