4.2.2015 | 07:08
Að setja sig í hásæti
Það er mjög auðvelt að útiloka skoðanir annarra á þeim forsendum að þeirra sé ekki óskað á ákveðnum vettvangi. Skoðanir Gúsafs eru ekki allra og fjarri því að setja alla á sama stall.
Verð samt að segja að af hverju að búa til svona mikið mál úr þessu þegar hefði verið hægt að benda á þetta áður en maðurinn var tilnefndur. Það er alveg ljóst að meirihlutinn í borgarstjórn notfærði sér þetta til að slá um sig keilur, að gera meira úr sér en efni standa til.
Þannig að meirihlutinn bjó til efnivið til að gera lítið úr borgarfulltrúum Framsóknarflokksins. Eftir stendur að meirihlutinn í borgarstjórn slær um sig á kostnað annarra án þess að sýna fram á mikilvægi sitt. Leið meirihlutans er að slá um sig í hásætinu a kostnað annarra.
Afskaplega aumur meirihluti.
Þeirra rödd, rödd haturs og fordóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þannig að meirihlutinn bjó til efnivið til að gera lítið úr borgarfulltrúum Framsóknarflokksins."
Og hvernig færðu það eiginlega út? Það er XB í borginni sem sá um þessa ráðningu og dró hana til baka, aðallega vegna láta innan flokksins, m.a. frá ráðherrum hans. Það hefur mjög lítið með þennan "afskaplega auma meirihluta" í borginni. Þar að auki bentu sumir liðsmenn meirihlutans á gamlar umdeildar greinar eftir Gústaf sem borgarfulltrúar XB reyndu að horfa framhjá, eins og komið hefur fram. Þannig að þessi fullyrðing þín um að meirihlutinn hafi notfært sér þetta mál til að klekkja á borgarfulltrúum XB stenst bara enga skoðun.
Skúli (IP-tala skráð) 4.2.2015 kl. 12:27
Í fréttinni er vitnað beint í S.Björn sem er ekkert annað en að setja sig í hásæti og búa til meira úr efniviðnum en tilefni standa til. Meirihlutanum hefði alveg verið í lófa lagið að benda þeim á skoðanir þessa manns áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Hins vegar ákveða þeir að sitja hjá og þessu er lekið í fjölmiðla. Vissulega algert klúður hjá Framsókn en að setja sig á háan stall er aumingjalegt.
Rúnar Már Bragason, 4.2.2015 kl. 15:18
http://www.dv.is/frettir/2015/1/21/allt-sem-hun-gerir-og-segir-krefst-mikils-eftirlits/
Hér kemur fram að Björn Blöndal hafi ekki kannast við Gústaf fyrir atkvæðagreiðsluna og því ekki skrítið að hann hafi ekki getað bent á skoðanir hans fyrir það. Hann studdi þá tillöguna en sat hjá eftir að málið komst í háaloft. Sumir aðrir í meirihlutanum, svosem Sóley og Dagur, sátu hins vegar hjá þar sem þau könnuðust við manninn. En tal um að þessu hafi verið "lekið í fjölmiðla" er mjög undarlegt.
Skúli (IP-tala skráð) 5.2.2015 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.