5.2.2015 | 07:13
Hvað um heildaráherslur á gróðursvæðum?
Það er svo sem gott mál að taka á þessari plöntu því þó það fylgi ekki fréttinni þá brennir safi plöntunar húð, ekki bara augu. Þannig að safi plöntunnar er mjög skaðlegur og vont ef fólk kemst í snertingu við safann.
Ef Reykjavíkurborg væri með gott heildaryfirlit yfir gróðursvæði sín þá þyrfti enga sérstaka herferð gagnvart þessari plöntu. Það er vitað að hún dafnar vel á vatnasvæðum og finnst t.d. í Elliðarárdalnum.
Þannig að ætti herferðin ekki frekar að ganga út á að kortleggja gróðursvæði Reykjavíkur og hvernig sé best að umgangast svæðin og hvaða aðgerða er þörf til að halda snyrtilegu og öruggu fyrir borgarbúa.
Nei Reykjavík virðist stjórnað af fólki sem sér ekki lengra en morgundagurinn.
Borgin í herferð gegn eiturplöntu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.