Að axla ábyrgð

Bílstjórinn gerði mjög alvarleg mistök og líklega verður að axla sína ábyrð á því innan síns fyrirtækis. Vonandi fær hann að hafa samband við foreldra stúlkunar og biðjast afsökunar, það er allavega skref.

Það sem vantar algerlega er pólitísk ábyrgð. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum af mistökum sem hafa átt sér stað síðan nýtt kerfi var tekið upp. Hvenær ætlar einhver að hafa manndóm og taka pólitíska ábyrgð?

Lekamálið þótti mörgum reginhneiksli en lítið heyrist í sömu aðilum hvað þetta varðar. Hvernig stendur á því? Hér er farið með fólk eins og hverja aðra tusku sem allt má ganga yfir.

Athyglisvert er að Kópavogsbær neitaði að taka þátt í þessum breytingum, töldu of geyst farið í hlutina og samdi sér við aðila sem höfðu reynslu að keyra fatlaða. Heyrir einhver um mistök þaðan?

Ég skora á stjórn Strætó að segja af sér út af þessu máli og svo mætti einhver pólitíkus í sveitastjórnum koma fram og viðurkenna alvarleika málsins.


mbl.is Bílstjórinn mun ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband