Að bregðast við hlutum

Núverandi meirihluti í Reykjavík virðist hafa afar takmarkað framtíðarsýn sem kemur svo bersýnilega í ljós þegar vandamál koma upp. Þá er brugðist við með veikum hætti og ósannfærandi.

Í þessari frétt er haft eftir Degi að mál Ólafar hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hins vegar hefur liðið heill mánuður með ógrynni af sögum sem ekki fylltu mælinn. Þetta heitir á mannamáli að bregðast ekki við.

Svo er hinn handleggurinn, sem er alfarið á ábyrgð Reykjavíkurborgar, að Hitt húsið lét ekki lýsa eftir Ólöfu. Venjan er nú að spyrja bílstjóra ef manneskja kemur ekki hvort hafi verið í bílnum. Það hefur líka komið fram að starfsfólk Hins hússins var ekkert að aðstoða bílstjórann þótt hann væri að koma með nokkur ungmenni.

Bílstjórinn klúðrar sínum málum en það er alveg ljóst að Reykjavíkurborg er jafn mikið að klúðra sínum málum. Stjórnunarlega er alltof mikið að til að hægt sé að sættast á útskýringu um að þetta sé kornið sem fyllti mælinn. Reykjavík virðist stjórnlaus.

Hvernig væri að axla pólitíska ábyrgð, meirihlutinn í Reykjavík.


mbl.is Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband