6.2.2015 | 08:35
Nokkuð til í þessu
Það er eitthvað til í þessu hjá Hrafni, þótt ekki þurfi að nota svona sterk orð, enda lagði ég til um daginn að gott væri að kortleggja svæðin til að sjá hvernig megi umgangast þau. Það hefur líka verið umræða um að útrýma lúpínu vegna þess að hún sé að valta yfir íslenskan gróður.
Fjölbreytt flóra er ekki slæm og þó rishvönn geti verið hættuleg þá gerist það ekki nema hún sé brotin þe. safinn kemst út. Sé það látið í friði gerist ekkert. Það væri alveg eins hægt að benda á hættuna sem þessu fylgir. Það eru hættur út um allt og nægir þar að nefna þvottaefni fyrir þvottavélar. Eigum við að útrýma þvottaefni?
Smá ýkjur en inntakið er samt: Fræða um umgegni skilar meiru en að útrýma. Að halda einhverju í skefjum er önnur leið sem hægt er að fara. Þannig að best er að kortleggja svæðin og sjá hvernig megi hirða um þau og aðgengi að svæði með viðeigandi upplýsingaskiltum.
Flórufasismi hjá Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hrafn Gunnlaugsson hefur ekki búið á Laugarnestanga i 40 ár. Ég er með tvær myndir af húsi hans frá 1989. Við húsið vaxa engar tröllahvannir.
Dagur Sigurjónsson, 6.2.2015 kl. 12:29
Ætla ekki að véfengja því þar sem ég veit ekkert um það. Inntakið í máli Hrafns stendur samt alveg fyrir sínu. Það að eyða þurfi plöntu af því að mögulega getur hún gert eitthvað.
Rúnar Már Bragason, 6.2.2015 kl. 13:20
Tröllahvönn er ættuð frá Kákasús. Þessi planta kom til Íslands ca.1950, 1960. Þessi planta var mjög vinsæl á hippatímanum í Danmörku kringum 1968. Hérna (í Danmörku) hefur þessi planta valdið miklum skaða. Hér hafa sveitafélögin sett kröfur á lóðaeigendur að fjarðlæga þessar plöntur, annars verður þetta gert á kostnað þeirra. Rúnar hefur þú pælt í því, afhverju er farið svo hart fram.
Kveðja Dagur
Dagur Sigurjónsson, 6.2.2015 kl. 14:46
Tröllahvönn fjölgar sér með rótarskoti sem þýðir að svæðin sem hún heldur sig á stækka. Inntakið hjá Hrafni er að plantan er ekki endilega fyrir neinum en hins vegar á opnum svæðum, sér í lagi þar sem börn eru, er vissara að fjarlægja plöntuna. Þannig að það nægir að kortleggja staðina og til að meta umfang hættunnar og sé mikil hætta á slysum þá ætti að fjarlægja plöntuna. Annarsstaðar skiptir þetta minna máli. Sem einmitt leiðir hugann að þvi hversu oft hefur verið tilkynnt um slys vegna þessara plöntu? Að lokum þá eigum við ekki að apa allt eftir Dönum.
Rúnar Már Bragason, 6.2.2015 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.