Hvað er svona gott við kerfið?

Það fylgir ekki fréttinni hvað sé svona gott við þetta fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og Jón Gunnarsson talar um. Vissulega í heildana stendur kerfið undir sér en það er yfirleitt á kostnað þeirra sem minni eru. Þannig eru nokkrar stórar útgerðir sem eru í forgrunni til að geta bent á eitthvað fari vel. Sleppt er að tala um allar hinar útgerðirnar sem gengur alls ekki eins vel og hvað þá þær sem fara á hausinn.

Það að í heildana sé útvegur rekinn með hagnaði þýðir ekki að kerfið sé gott. Fyrst ber að nefna aðferðir Hafrannsóknastofnunar sem engan veginn standa undir nafni að þróast vísindalega eða standa undir því að sýna fram á að þetta sé besta aðferðin við að meta magn fisks í sjónum. Það væri ágætis byrjun að byrja á að stokka upp aðferðir þeirra og nútímavæða.

Í annan stað þá eru vísbendingar um að í veiðinni sé valin helst ákveðin stærð fiska. Hafrannsóknastofnun heldur að útgerðir vilji stóra fiska en þeir vilja hvorki stóra né smá fiska. Þetta eru mjög slæmt til lengri tíma því slíkt náttúruval breytir samsetningu stofns og hefur áhrif á fiskistofna.

Allstaðar sem slíkt kerfi hefur verið tekið upp þá hefur það rústað sjávarbyggðum á einn eða annan hátt. Hlutir breytast og lífið með en að segja að kerfið sé gott eru helber ósannindi og sýnir vel hversu illa stjórnmálamenn eru inni í málaflokknum.


mbl.is Ástæða til að breyta góðu kerfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband