Að apa eftir öðrum

Það má vel deila um keisarans skegg hvort áfengisverslun sé betur undir ríkinu komin en öllum leyfð með takmörkunum. Ég sé ekki alveg hver er munurinn hvort þetta sé afgreitt í afmörkuðu plássi í verslunum eða í verslunum Vínbúðarinnar. Sé ekki heldur hvernig Svíar eiga að vera okkar fyrirmynd. Það er eins og okkur skorti eigin vilja til að ráða fram úr þessu.

Sá sem er veikur fyrir víni hann nær sér í þetta jafn auðveldlega hvort sem takmarkanir eru á verslun eða ekki. Það nægir að skoða söguna til þess og heimabrugg. Auðvitað verður einstaklingurinn að bera ábyrgð á sjálfum sér og því sem hann gerir. Að ríkið reki verslunina sé til þess að minna sé keypt stenst ekki.

Í Danmörku er hægt að kaupa þetta allan sólahringinn og jafnvel sterk vín á næstu bensínstöð. Jú Danir drekka mikið og næst mest allra norðurlandaþjóða en það hefur líka alltaf verið þannig. Aðgengið að víninu var ekki aðalatriðið.

Sagt er að fólk muni kaupa meira af áfengi og kannski gæti það orðið til að byrja með en það jafnar sig, einfaldlega vegna þess að kaupmáttur fólks leyfir ekki endalaus vínkaup. Þeir sem eru veikir fyrir víni þurfa að hafa minna fyrir þessu en áður en að þeir hafi svo mikinn meiri peninga get ég ekki séð hvernig gerist.

Það gerist ekkert stórkostlegt þótt leyft verði að selja áfengi í verslunum.


mbl.is Verslun ekki hlutverk ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband