18.2.2015 | 06:57
Kemur ekki á óvart
Þvert á sem þessi spekingur í greininni heldur fram þá kemur mér það ekki á óvart. Helsti vöxtur undanfarin ár hefur verið í ferðaþjónustu þar sem flest störfin krefjast ekki háskólamenntunar. Staðreynd sem lítið er talað um.
Aukin menntun fólks kostar peninga og margir sem taka námslán. Þegar upp er staðið þá er lítið fé til að hefja rekstur eða skapa grundvöll til þess þar sem útskrifaðir nemar skortir lausafé og oft eignir til að hefja rekstur. Þarna vantar að brúa bilið eða á móti má segja að þarna er tækifæri.
Menntun er hagnýt fyrir einstakling og hægt að hagnýta hana í góða hluti en slíkt gerist ekki af sjálfum sér eða aðrir komi með töfrahendi og leysi málin. Það þarf að skapa grundvöllinn og slíkt þarf að gerast hjá einstaklingnum sjálfum.
Hins vegar er þetta sama vandamál og er í Evrópu. Háskólamenntað fólk fær ekki vinnu og það eru engin störf fyrir það.
Spurningar sem koma upp í hugann eru: Vill háskólamenntað fólk taka hvaða starf sem er? Vilja atvinnurekendur mikið menntað fólk í starf sem krefjast ekki menntunar? Eru háskólamenntaðir nógu duglegir að skapa sér störf?
Færri störf fyrir háskólamenntaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt.
Sumir gera sér jafnvel ógreiða með háskólanámi - verða "over qualified" - atvinnurekendur vita að það þýðir ekkert að ráða háskólamenntaða í störf sem krefjast ekki háskólamenntunar því þeir hoppa frá borði um leið og þeir geta.
Þar að auki má benda á að atvinnuleysisbætur eru jafnvel hærri en mörg störf sem eru í boði. Til hvers að eyða 40 klst á viku í að baka pizzur þegar þú getur eytt þeim heima með sömu ráðstöfunartekjur?
Geir Ágústsson, 18.2.2015 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.