Draumóralið í borgarstjórn

Þessi frétt sýnir svo vel hversu mikið draumóralið er í borgarstjórn. Þótt hverfaverslun gangi á einum stað þá þýðir það ekki að gangi í öll hverfi. Til þess þarf að huga að samsetningu hverfisins og hversu mikið íbúar eru á svæðinu.

Ef tekið er t.d. Grafarholt og Grafarvog þá fara meirihluti íbúa á hverjum morgni til vinnu í öðrum hverfum. Hvernig í ósköpunum á þá að vera hægt að skapa hverfastemningu þegar íbúar eru búnir að versla allt sem þarf áður en komið er heim. Þeir ganga ekki út í búð til að versla.

Þetta felst í aðgengi að svæði og hverju fólk er vant. Í vesturbæ Reykjavíkur hefur skapast grundvöllur að stutt er að fara í búðina. Þessi sami grundvöllur hefur ekkert skapast í öðrum hverfum. Þess vegna er hugmyndin svo draumórakennd að þetta sé hægt í öllum hverfum.

Til að jafnvægi skapist í hverfi þurfa atvinnutækifæri einnig að vera til staðar en því miður þá hefur hönnun Reykjavíkur ekki verið þannig. Til að grundvöllur skapist fyrir hverfaverslun þá þarf að fjölga atvinnutækifærum í hverfum.

Borgarfulltrúar vinnið fyrst heimavinnuna áður en farið er á leit að aðrir taki áhættu.


mbl.is Margir sem vilja fleiri Melabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að við tölum nú ekki um að sömu borgaryfirvöld eru að þrengja að þessari einu sönnu Melabúð með handónýtum þrengingum á Hofsvallagötu. 

Veruleikafirringin er algjör. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 20:06

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Viðtal við þá bræður í Viðskiptablaði Morgunblaðsins var mjög gott. Þeir hafa sterka sýn á búðina en um leið mjög skynsamir. Sögðu alveg rétt frá að það hjólar enginn út í búð og fer heim með fullan poka. Fyrir utan það að ansi fáir hjóla á veturna. Væri ekki nær að skoða hlutina í samhengi.

Rúnar Már Bragason, 20.2.2015 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband