Af hverju þessi andúð á skýringum Reykjavíkurbréfs Morgunblaðisins?

Samfylkingin og vinstri menn hafa farið hamförum að gera lítið úr skýringum Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um helgina. Meira segja þeir sem segjast ekki lesa Morgunblaðið (og hafa því varla lesið skýringuna).

Þessi hvítþvottur Samfylgingarinnar að reyna þvo ábyrgð sína af hruninu er ansi lágkúruleg og léleg. Það nægir engan vegin að Geir eigi að koma fram og lýsa sínu. Hvað með Ingibjörgu eða Björgvin?

Þessi viðbrögð um helgina minna á viðbrögð Steingríms þegar forsætisráðherra lagði til að fengin væri nefnd til að skoða seinni einkavæðingu bankanna. Allt í einu mátti ekkert rannsaka. Hvað hafa vinstrimenn og Samfylkingin svona mikið að fela? Lélegar ákvarðanir sem sýna hversu lélegir stjórnendur þeir eru? Hvers vegna þessi heift út í Davíð Oddson þótt löngu sé farin úr stjórnmálum?

Það er eins ekkert megi segja sem komi vinstri mönnum og Samfylkingunni illa. Þá opnast einhverjar gáttir og allir rembast eins rjúpa við staur að segja eitthvað. Í flestum tilvikum stenst ekki steinn yfir steini enda fæst svarað af rökrænni niðurstöðu.

Ef vinstra fólk og Samfylkingin vilja láta taka sig alvarlega þá verða þau að koma með eitthvað sannfærandi og trúverðugt. Svona hróp í myrkri er bara að pissa upp í vindinn.


mbl.is Skýringarnar „mótsagnakenndar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 

Það hefur komið fram að Seðlabankinn hafi strax neitað Kaupþingi um þetta lán. Kaupþingsmenn fullyrtu við seðlabankastjórana að ríkisstjórnin vildi að þeir fengju lánið. Þess vegna hringdi einn einn seðlabanakstjóranna í forsætisráðherra til að fá það staðfest. Gleymum ekki að þetta var samdóma álit þriggja seðlabankastjóra þó einungis einn þeirra, formaður bankastjórnarinnar, hefði hringt í forsætisráðherra.

Vitað er að einkavinir auðkýfinganna í útrásinni og þeir sem mest fengu í kosningasjóði og ókeypis auglýsingar var Einsmálslanssölufylkingin. Þar fóru fremst Jóhanna hin heilaga sem var ekki í ríkisstjórn Geirs (ef marka má þau sjálf eftir á) sem og Ingibjörg 70.000.000, mánaðarlaun í útlöndum og auðvitað hinn auðsveipni útrásarmönnum bankamálaráðherrann sem nýkominn er úr afvötnun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.2.2015 kl. 17:35

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ertu ekki ad gleyma Thistilfjardarkúvendingnum, Predikari?

Halldór Egill Guðnason, 22.2.2015 kl. 18:13

3 identicon

Sennilega virka útskýringar DO undarlega vegna þess að Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun sem pólitíkusar hafa hvorki heimild né vald til að skipa fyrir verkum. Forsætisráðherra hafði ekkert vald til að segja Seðlabankanum hverjum ætti að lána og Seðlabankanum bar engin skilda til að hlusta á óskir forsætisráðherra. Ábyrgðin nær ekki út fyrir Seðlabankann og ákvörðunin verður aðeins tekin innan Seðlabankans.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 20:24

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ef þú hefur lesið Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins Ufsi þá kemur hvergi fram að bankastjórum Seðlabankans hafi verið skipað fyrir verkum. Þannig að skýring þín fellur um sjálft sig. Það stendur hins vegar að ríkisstjórnin taldi að hægt væri að bjarga bankanum og þar sem veðið var gott þá féllust bankastjórarnir á að veita lánið. Hér skipar enginn neinum fyrir. Það kemur líka fram að ráðstöfun veðsins var í höndum annarrar ríkisstjórnar - hvað gerðu þeir með veðið?

Rúnar Már Bragason, 22.2.2015 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband