Frekar einhæft sjónarhorn í fréttinni

Það er vitað mál að þessi mál eru í algeru rugli í Danmörku en svona einsleitt sjónarhorn sem er einungis skrifað út frá hluta vandamálsins er ekki af hinu góðu. Það þekkist í Danmörku að foreldrar ljúgi upp á hitt foreldrið og þar með missir hitt foreldrið forræði þangað til blessuðu starfsmönnunum dettur annað í hug.

Ég held að það sé engum greiði gerður með að segja svona einhliða frá. Til er heimildarþáttur í Danmörku um þessi mál og þá loks viðurkenndu stjórnvöld að þau væru algerlega búin að missa tökin. Hvers vegna er ekkert sagt frá því í þessari umfjöllun?

Ég held að þessi samtök feðra hafi til vegna þess að þeir misstu svo oft forræðið vegna þess að móðirin laug upp á þá. Að fara kenna þessum samtökum um gloppur í dönskum lögum finnst mér frekar langsótt og mjög einhliða málflutningur. Hvað felst annars í jafnræði kynjanna?

Það er margtuggið á því að hagur barnanna sé í fyrirrúmi en ljóst er að hagur barnanna er langt frá því að vera í fyrirrúmi þegar kemur að úrvinnslu mála.

Komið með grein sem er ekki svona einsleit.


mbl.is Ofsóttar flýja til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef sjaldan leesið undarlegri frétt en þessa! Fyrir það fyrsta eiga karlréttindafélög ekki rétt á sér en það eiga kvennfélög hinsvegar?? 

Svo getur maður bara lesið tvennt annað úr þessu. Forræði er annað hvort sameginlegt eða konan skal fara með forræðið! Jafnrétti? Hvað er að gerast hérna?? Nær undantekningalaust fá mæður forræði ef aþð er ekki sameginlegt. En fari svo að maðurinn fái það þá er hann ofbeldismaður... það er eitthvað að þessum blaðamanni það er á tæru!

ólafur (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 17:18

2 identicon

Ég er mjög sammála þér. Þetta er virkilega illa unnin grein.

Foreningen Far var stofnað af ábygrum feðrum sem töpuðu umgengni við börnin sín vegna yfirráða kvenna í svona málum. Blaðamaður hefði átt að kynna sér eða byrta upllýsingar um þessi samtök. Hér er hægt að lesa hvað þessi samtök ganga út á:

https://www.facebook.com/pages/Foreningen-Far/379189628776346

Það er satt að það er margt slæmt í þessum málum í Danmörku en það hallar í langflestum tilfellum á föðurinn. Er það svo slæmt ástandið að pólitíkusar eru farnir að fjalla um það á þingi.

Hér er dæmi:

http://politik.tv2.dk/2015-01-25-opgoer-med-kvinde-dominans-nu-skal-mor-og-far-stilles-helt-lige-ved-skilsmisse

Brynjar Þór Jakobsson (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband