Hvernig væri ef einhver reyndi að fá þá hingað til lands?

Loksins koma þeir aftur og með nýtt efni. Það er nú ekki svo langt til Dublin og alltaf verið draumur minn að sjá R.E.M. á tónleikum. Búið að samþykkja þá í frægðarhöllina og ég búinn að hlusta á þá í meira en 20 ár. Er ekki kominn tími til að skella sér?

Segja má um R.E.M. að þeir eru ein merkasta starfandi rokksveitin í dag og þótt að nýrra efni sé ekki af sömu gæðum og það eldra er alveg víst að það er þess virði að skella sér á tónleika með þeim.

Hvernig væri nú ef einhver reyndi að fá þá hingað til lands? 


mbl.is REM mun frumflytja nýtt efni í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Sæll. Ég er algjörlega sammála þér um ágæti R.E.M. og mig hefur langað að fá þá hingað til lands frá því ég heyrði fyrst í þeim fyrir rúmum 13 árum... en samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið reynt að fá þá hingað til lands en kostnaðurinn er svo gríðarlegur að það er nær ógjörningur að fá þá hingað... spurning hvort einhver bankanna væri ekki til í að splæsa í meistarana?

Björgvin Gunnarsson, 31.3.2007 kl. 17:04

2 identicon

Ef einhver ferðaskrifstofa myndi verða með skipulegða ferð þá myndi ég alvaralega hugsa um að skella mér enda verið REM maður síðan í kringum 1990 eða eftir að ég gaf Duran Duran upp á bátinn að mesti leyti og fyrst Duran Duran kom til landsins þá af hverju ekki að fá REM líka?

Davíð Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 20:33

3 identicon

 Ég hef séð R.E.M. tvisvar live (Boston, 2004 og Hyde Park, London 2005) og það er engu líkt. Ég er reyndar ekki alveg hlutlaus því ég er í hópi þeirra sem hreinlega "Dýrka" þetta band.

 Ég talaði við einhverja "promotera" árið 2005 og þá sögðu þeir að þeir hefðu ekki treyst sér í dæmið, sem var of áhættusamt.  Þetta er verkefni fyrir bankana, setja þá á Klambratúnið og fylla það. Miðað við þær tölur sem mér voru gefnar upp, þá ætti þetta ekki að vera svo mikil áhætta fyrir KB og co ef rétt er staðið að kynningarmálum, og eftir myndi sitja magnaður viðburður.

 Þetta er gamall draumur minn.

Eysteinn (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband