2.3.2015 | 07:23
Það er einnig kostnaður við aukningu ferðamanna
Gullgrafaraæðið í kringum fjölgun ferðamanna virðist stundum vera á kostnað þeirrar staðreyndar að það fylgir kostnaður ferðamönnum. Mikið hefur verið rætt um aðstöðu og afmarkanir á svæðum, auk umræðu um öryggi.
Hins vegar virðist lítill vilji til að setja peninga í þessi mál og of mikið horft til þess hvað ríkið eða sveitafélög eigi að gera. Sé vilji til að þjónusta ferðamenn þá finnst mér að ferðaþjónustuaðilar verði líka að leggja pening í öryggi og upplýsa ferðamenn.
Vissulega bera ferðamenn ábyrgð á sér sjálfir en einnig er vitað að sumir ferðamenn gera sér enga grein fyrir ólíkum aðstæðum hér á landi og í heimalandi sínu. Þess vegna eru upplýsingar mikilvægar og þær þarf að endurtaka í sífellu.
Ábyrgðafull ferðamennska skilar ánægjum ferðalöngum og því er mikilvægt að finna réttu blönduna um upplýsingar, öryggi og umgengni.
Túristar hunsa fyrirmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað eru það ferða þjónustuaðilar sem eig að borga í verkefnið þeir hagnast á að fá hingað fólkið.
Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 08:00
Sammála því og finnst stundum eins og þeir vilji einungis þiggja án þess að leggja neitt í púkkið.
Rúnar Már Bragason, 3.3.2015 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.