Vekur upp fleiri vangaveltur

Þetta er gott átak hjá henni til að sýna krökkum á 11 ári hvað svokallað prívat á netinu getur gert. Hins vegar vekur þetta upp fleiri spurningar.

1. Hvað eru börn að gera með svona síma (líklega á bilinu 20-30 þús) því það þarf nýlega síma til að nota Snapchat?

2. Snapchat er bannað innan 13 ára. Fylgjast foreldrar ekkert með símanotkun barna sinna?

3. Kenna foreldrar eða ræða þau ekkert við börnin sín um notkun á slíkum forritum?

Legg til í framhaldi af þessu að hún bjóði foreldrum í bekkinn og þau ræði þessi mál. Ég á börn og er sífellt að ræða við þær um notkun á símum og internetinu. Þannig að ég spyr enn og aftur, hvar eru foreldrarnir?

Kannski nýtt verkefni fyrir fullorðinsfræðu. Fræða börn um notkun síma.


mbl.is Yfir 3.000 deila „private“ mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband