Hvað varð um að þjónusta viðskiptavini?

Svarið frá bankanum er að það útheimti vinnu og þá þurfi að rukka fyrir það. Með þessu er verið að segja að öll þjónusta banka við sína viðskiptavini verði rukkuð hér eftir. Þetta er voða skrýtin stefna því stundum þarf einungis smá breytingar á viðskiptum.

Tökum sem dæmi yfirdrátt og það eru gerða smá breytingar án þess að gera þurfi nýjan samning. Samt skal rukkað fyrir þjónusta. Sá sem fær yfirdráttinn borgar þá ekki einungis með vöxtunum heldur þarf að reiða fram kostnað í hvert sinn. Passað er vel upp á rukka fyrir alla fyrirhöfnina sem yfirleitt tekur innan við fimm mínútur.

Þar sem bankar geta ekki lengur náð inn sömu tekjum af útlánum þá er ráðist á viðskiptavininn með þóknunum. Samt sem áður fær viðskiptavinurinn ekkert lægri vexti. Með þessu er bankinn að segja viðskiptavinum. Það er best að skulda ekkert og passaðu þig að hafa sem minnst samband við okkur.

Síðast þegar ég fór í bankann minn þá fékk ég enga súperþjónustu eða gott viðmót. Mér var boðið að láta vita á útleið. Datt það ekki í hug. Ef bankinn hefur ekki yfirlit yfir gæði þjónustu sinnar sem borgað er fyrir þá er það ekki góð þjónusta.

Viðskiptavinir eiga heimtingu á mun betri þjónustu en veitt er, sér í lagi eftir að farið var að rukka fyrir hvert viðvik.


mbl.is 16 þúsund krónur í þóknun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband