Lengi lifir í gömlum kreddum

Var að fletta Ísafoldar blaðinu í dag. Tímarit sem er selt sem blað fyrir íslendinga. Finnst nú ansi mikill glans á því til þess og hef reyndar ekkert of gaman af ritstjóranum. Enda finnst mér hann fastur í gömlum kreddum og vill að allir hinir taki undir honum með þær. 

Það sem mér fannst hvað leiðinlegast að lesa var umfjöllun um Reykjavík sem borg. Var verið að fjalla um arkitektúr í Reykjavík og því kaosi sem einkennir hann. Því get ég hjartanlega verið sammála því enginn heilsteyptur stíll er á borginni frekar en öðrum borgum sem heimsóttar eru. Svo virðist sem menn missa sig yfir skipulagi sem einkennir miðbæjarhluta annarra borga að allt sé svo skipulagt en staðreyndin er sú að þessir borgarhlutar voru byggðir á mun lengri tíma en Reykjavík. Svo væri nú líka hægt að minnast á skipulagsmistökin í Kaupmannahöfn þegar sett var stoppustöð á Ráðhústorgið. Málið var hins vegar hið eilífa nöldur og niðrandi athugasemdir um Smáralind sem stakk mig. Vissulega lítur þetta út í lofti eins og reðurtákn en að það sé ekkert líf þarna í kring er alveg með ólíkindum og að það þurfi hótel til að staðurinn teljist miðbær er enn meira með ólíkindum.

Smáralind er staðsett á miðju höfuðborgasvæðisins og mjög auðvelt að komast þangað. Ekki er hægt að segja það sama um norðangadd blásinn Laugaveginn, hann er ekki miðsvæðis eða auðvelt að komast þangað. Önnur athugasemd var líka að engan grasblett væri að finna við Smáralind. Ég sé nú ekki marga grasbletti á Laugaveginum eða við Kringluna. Hvað þá á Strikinu í Kaupmannahöfn eða í London. Ef hugmyndin er að stutt sé í opin svæði þá er einna styst í opið svæði frá Smáralind.

Satt að segja leiðast mér þessar kreddur og er ekki kominn tími á málefnalegar umræðum um arkitektúr, verslunarsvæði eða bara um það hvernig er að vera íslendingur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband