9.3.2015 | 11:57
Birtingamynd reddingahugarfarsins
Þetta er alveg týpísk mynd hugarfarsins, sem er mjög ríkjandi í pólitík, að redda hlutum. Með því að styðja einstæðinga, sem oft er mikil þörf fyrir, þá er einhver annar hópur sem verður útundan.
Það er sífellt meir að koma í ljós hvernig feður verða útundan í kerfinu og að einstæðir karlmenn hafa það oft ótrúlega slæmt.
Þessi birtingamynd um að karlar bjargi sér er byggð á gamalli ímynd um Ísland sem vissulega átti frekar við fyrir 30 árum. Í dag er landslagið allt annað og langt því frá að karlar séu betur staddir en konur.
Við það má bæta að samfélagið krefst mun meira af karlmönnum að sinna uppeldi en fyrir 30 árum. Löggjöfin gerir engan veginn ráð fyrir því og kerfið horfir enn út frá augum kvenna.
Hvernig væri að einhver jafnréttissinni á þingi tæki upp þetta mál?
Bara barnslausir pabbar úti í bæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
FYI,innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, er búin að skipa hóp til að vinna í að laga aðstöðumun sem forræðislausir foreldrar búa við. Frábært framtak hjá henni.
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/29190
Við þetta er að bæta að fyrrum innanríkisráðherra, Hanna Birna, hafnaði því að gera nokkuð í þessum málaflokk þó svo að Alþingi hafi beint því að hún gerði eitthvað í þessu. Henni líkaði bara status quo.
Sigurjón Sveinsson, 9.3.2015 kl. 12:13
http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35048
Þingsályktunartillaga um fjölskyldustefnu
2.1: "Endurskoðuð verði ákvæði barnalaga um framfærslu barna og ákvörðun um meðlag þegar foreldrar búa ekki saman. Lögð verði áhersla á að fyrirkomulagið þjóni hagsmunum barna og foreldra með sanngjörnum hætti. Við endurskoðunina skal meðal annars líta til löggjafar annarra Norðurlanda."
Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2015 kl. 13:10
Það er gott mál að eitthvað sé í gangi en það er enginn málsvari fyrir einstæða karlmenn, einhleypa karlmenn og karlmenn sem borga meðlög með börnum. Það væri óskandi að einhver alþingismaður hefði manndóm í sér að fjalla almennilega um þetta mál. Nógu mikið var rætt um einstæðar mæður á sínum tíma.
Rúnar Már Bragason, 9.3.2015 kl. 13:39
Ættu ekki allir Alþingismenn að láta sig málið varða, þar sem það snýst um grundvallar mannréttindi?
Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2015 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.