2.4.2007 | 22:01
Loksins, loksins!
Það var kominn tími til að stóru útgáfufyrirtækin myndu sjá að sér og hætta þessu eftirliti með neytendum. Þeim kemur ekkert við hvar við spilum lögin, hversu oft eða hvernig við notum vöruna sem við erum að kaupa. Auðvitað á þetta vera eins og með geisladiskana. Neytandinn kaupir hlutinn og fær afnot af honum. Nú er vonandi loksins hægt að kaupa lög á iTunes án þess að vera rígbundinn.
Nú er bara að vona að hin fyrirtækin fylgi í kjölfarið og flestar MP3 veiturnar taki út DRM-afritunarvarnir sem fyrst.
EMI ætlar að selja stafræna tónlist án afritunarvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.