12.3.2015 | 07:52
Hvað með hin norðurlöndin
Það er þekkt að raftæki séu ódýrust í Noregi af norðurlöndunum. Að taka svona eitt dæmi út og slá sem einhverju merkilegu gengur illa upp. Einhverja hluta vegna eru Norðmenn duglegir að ná verðinu niður og það væri miklu nær að athuga hvernig farið er að því heldur að slá upp svona fyrirsögnum.
Kannski á þetta að vera skot á Elko þar sem þeir tengjast stærri verslunarkeðju undir sama nafni. Það er samt þekkt að mismunandi verð eru á milli landa og því svona samanburður frekar kjánalegur.
Fáum samanburð í stærra samhengi, með fleiri löndum, og sjáum þá hvar við stöndum.
Nær helmingi ódýrari í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fór þessi setning í fréttinni fram hjá þér: "....en Elko á Íslandi er með heildsölusamning við Elkjøp í Noregi."
Erlingur Alfreð Jónsson, 12.3.2015 kl. 08:09
Ég keypti Nokia 1020 í fyrra hjá Elgiganten í Kaupmannahöfn fyrir 41,000 ISK án VSK sem ég fékk endurgreitt á flugvellinum. Á sama degi kostaði síminn 108,000 ISK á Íslandi.
Kristjan H Kristjansson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 08:30
Gerði einfalda könnunn á öllum norðurlöndunum.
Ísand, Elko 319.995.-
Noregur, Elkjop 175.912.-
Danmörku, Elgiganten 183.579.-
Svíþjóð, Elgiganten 196.976.-
Finnland Gigantti 196.840.-
Fann ekki tækið á færeysku síðunni elding.fo
Ég notaði Valitor gengi sem er óhagstæðara en hefðbundið kaup og sölugengi, samt er munurinn algerlega sláandi.
Í öllum tilfellum er um að ræða sama vörunumer UE55H7005XXE svo þetta er nákvæmlega sama tækið.
Ef þetta er vagna mismunadni innkaupa held ég að það sé kominn tími á að reka innkaupastjóran hjá Elko.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsaelt1/Samsung_55_3D_Smart_LED_sjonvarp_UE55H7005XXE.ecp
http://www.elkjop.no/product/tv-lyd-og-bilde/tv/UE55H7005XXE/samsung-55-3d-smart-led-tv-ue55h7005xxe
http://www.elgiganten.dk/product/tv-radio/fladskarms-tv/UE55H7005XXE/samsung-55-3d-smart-tv-ue55h7005
http://www.elgiganten.se/product/ljud-bild/tv/UE55H7005XXE/samsung-55-3d-smart-led-tv-ue55h7005xxe
http://www.gigantti.fi/product/tv-ja-aani/televisiot/UE55H7005XXE/samsung-55-3d-smart-led-tv-ue55h7005xxe
Sigurður Ingi Kjartansson, 12.3.2015 kl. 09:10
Rúnar Már, ég veit ekki alveg hvern þú ert að reyna að verja með þessari bloggfærslu þinni.
Flottur samanburður, Sigurður Ingi.
Og jæja Rúnar Már, finnst þér þessi samanburður ennþá vera kjánalegur?
Ég bý í Svíþjóð og ég get staðfest að verðmunur á sjónvarpstækjum milli Íslands og Svíþjóðar er GRÍÐARLEGUR og gjörsamlega óskiljanlegur, því það eru hærri tollar á sjónvörpum í Svíþjóð.
Það er því gjörsamlega fáránlegt að forsvarsmenn Elko geti ekki svarað almennilega fyrir þetta.
Íslenskir neytendur eiga að krefjast skýringa - en þeir eru líklegast of heimskir til þess, eins og í öðrum málum, því miður.
Dude (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 09:40
Það er alveg þekkt í viðskiptamódelum að hafa mismunandi verð á milli landa en með einföldum samanburði eins og Sigurður gerði þá sýnir fram á hrópandi verðmun. Ég er ekki að verja neinn heldur finnst mér könnunin ekki senda nógu skýr skilaboð um hvað sé að. Framkvæmadastjórinn reynir að telja okkur trú um að það sé innkaupsverðið en ég held þetta sé víðtækara og þess vegna megi reyna læra af Norðmönnum. Mín skoðun er að hér sé of stór lager og í of dýru húsnæði sem þýðir hærra verð til neytenda til að dekka kostnaðinn, þess vegna sé verð svona miklu hærra en á hinum norðulöndunum.
Rúnar Már Bragason, 12.3.2015 kl. 10:42
Það má náttúrulega líka taka fram að Elko á íslandi borgar EKKI smásöluverð fyrir tækin til sín.
Þannig að munurinn er i raun ENN meira sláandi.
Ellert Júlíusson, 12.3.2015 kl. 10:53
Tökum þetta dæmi:
Verð í Noregi: 172.000
Þyngd: ca 17kg
Gefum okkur að flutningskostnaður sé 10.000 kr.
Reiknivél tollur.is gefur okkur þá: 244.462 kr.. Sem gerir 75.533 í plús..
Í þessu dæmi ertu að borga tvöfaldan virðisauka af sjónvarpinu þar sem miðað var við smásöluverð í Noregi. Ef þú myndir endurreikna dæmið og taka norska skattinn af þá væri munirinn enn meiri!
David (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:24
Tækið kostar 379.900 í Ormson, sem hefur umboð fyrir Samsung sjónvörp.
http://www.samsungsetrid.is/vorur/938/
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 15:54
Þakka öllum innlitið og gott innlegg í umræðuna. Málið er nefnilega ekki aðeins að Elko eru dýrir heldur eru hinir ekkert ódýrari eins og Birgir bendir á. Af hverju ekki? Jú þeir elta bara hina sem er einkenni fákeppni. Þarf þjóðin að lifa við það?
Rúnar Már Bragason, 12.3.2015 kl. 18:40
Vandamálið hér á Íslandi liggur held ég frekar hjá neytendum. Hér tuðar fólk bara ofan í hálsmálin á sér eða á kaffistofum og fer svo út í búð og verslar vörurnar þrátt fyrir yfirgengilegt okur! Hér á ekkert eftir að breytast fyrr en fólk fer að standa saman gegn okrinu! Fákeppni eða ekki fákeppni,fólk þarf bara að hundskast til að hætta að versla vörur með fáránlegri álagingu! Íslendingar þurfa að hætta að láta vaða yfir sig hvað þetta varðar. Nú er orðið mjög auðvelt að panta af netinu (sem íslenskir kaupmenn hafa nú skælt yfir eins og börn) og fólk ætti að gera það í meira mæli. En gallinn við það er kannski sá að það virðist ekki vera sem kaupmennirnir átti sig á því að til þess að koma í veg fyrir tekjutap sem fylgir þá minnkandi sölu, er að lækka verðið til þess að fleiri versli en ekki hækka það til að bæta upp fyrir tekjutapið.
Sverrir Páll Snorrason (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.