Eru allir stjórnarandstöðuflokkarnir ESB flokkar?

Með þessum gjörningi stimpla allir stjórnarandstöðuflokkarnir sig sem ESB flokkar, ekki bara Samfylkingin. Samt vill enginn annar flokkur kannast við það að vera með ESB á stefnuskránni.

Hitt er annað mál að biðla svona út fyrir landsteinana er þeim algerlega til skammar og lýsir hversu aumingjalegir þessir flokkar eru. ESB umsóknin er dauð en þessir flokkar vilja frekar frjósa í helvíti en að viðurkenna það.

Skömmin er þeirra.


mbl.is Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 18:24

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessu. Með þessu auglýsa þeir sig sem landráðaflokka, og þetta er þeim til háborinnar skammar og eitt alls herjar hneyksli, svo ekki sé meira sagt. Bíðum svo eftir viðbrögðum þeirra, þegar þing kemur saman aftur, og ólátunum í þeim þá. Svo er það spurningin, hvort Gunnar Bragi og aðrir í ríkisstjórninni fá leyfi fyrir þessum frekjum að leggja fram þingsályktunartillögu til þess að kasta endanlega rekunum á þessa umsókn. Við höfum ekki séð nema upphafið að stríðinu milli stjórnar og stjórnarandstöðu, hversu lengi sem það á svo eftir að standa. Það er annað mál.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 19:13

3 identicon

Hver sem afstaða flokkanna til ESB og aðildar kann að vera þá sameinast þeir í því að viðhalda þingbundnu lýðræði og sjálfstæði Alþingis við þessa tilraun til blekkingar eða valdaráns stjórnarflokkana. Það er ekkert að því að forða útlendingum frá þeim misskilningi að ríkisstjórnin sé nú einráð. Að benda á það að Gunnar Bragi og ríkisstjórnin hafi ekki vald til þess að afturkalla umsóknina og Alþingi starfi enn og fari með þetta mál. Umsóknin, eins og annað sem Alþingi hefur ákveðið, er enn í fullu gildi.

Það er ekki aumingjaskapur að standa vörð um lýðræðið og sjálfstæði Alþingis. En það er aumingjaskapur að þora ekki að bera málið undir Alþingi og kjósa frekar valdarán.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 14:56

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þingbundið lýðræði er ekki bundið þingsályktunartillögum um aldur og ævi. Væri slíkt til staðar þá gerðum við lítið annað en að elta skottið á okkur. Það er mikið að því að senda svona örvæntingafullt bréf og segir meira um stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnina. Að halda að annað stjórnvald (sem ekki einu sinni er kosið) eiga að vasast í okkar málum er út í hött og til skammar. Fellur einmitt í sjálfu sér undir valdarán að láta aðra koma að innanríkismálum.

Þeir sem lögðu í leiðangurinn þorðu ekki að spyja þjóðina, misstu allt niðrum sig í ferlinum og ætla láta aðra bera ábyrgðina um að þröngva ferlinu áfram. Kallast það ekki að pissa upp í vindinn.

Rúnar Már Bragason, 14.3.2015 kl. 18:30

5 identicon

Í okkar þingbundna lýðræði er ekki síðasti söludagur á þingsályktunartillögum og þær gilda um aldur og ævi sé það vilji Alþingis. Skipaðir embættismenn eins og ráðherrar hafa ekkert um það að segja hvort þingsályktanir og aðrar samþykktir Alþingis séu í gildi eða ekki.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband