14.3.2015 | 18:26
Hæst bylur í tómri tunnu
Forsætisráðherra fer alveg með rétt mál að þingsályktunartillögur eru ekki bundnar um alla eilíf. Væri slíkt til staðar þá værum við að bíta endalaust í skottið á okkur og þyrftum ekkert þing. Eitt þing myndi dæla út þingsályktunartillögum sem allur tíminn eftir það færi í að loka.
Nei ópið í stjórnarandstöðunni er ekkert annað er örvæntingafullt óm þar sem hún hefur tapað málinu. Komið því í algert örendi og reynir að láta aðra axla ábyrgðina af sínum gerðum.
Umsóknin er dauð. Þingsályktunartillagan um að sækja um er lokið. Ef vilji er til að sækja um aftur þá þurfa þeir sömu að spyrja þjóðina fyrst (eins og átti auðvitað að gera í upphafi).
Eina ráð stjórnarandstöðu sé vilji til að halda þessu brölti áfram er að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina.
Þorir hún?
![]() |
Besta hugsanlega niðurstaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Forsætisráðherra fer með rangt mál sem stenst enga skoðun. Þingsályktunartillögur Alþingis, eins og lög og aðrar samþykktir Alþingis, gilda þar til Alþingi ákveður annað eða tímamörk koma fram í þeim. Útúrsnúningar og orðskrúð atvinnubullara breytir þar engu um.
Umsóknin er í fullu gildi. Þingsályktunartillagan um að sækja um er virk. Og ef vilji er til að halda áfram viðræðum er ekkert því til fyrirstöðu.
Ufsi (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 19:18
Þingsályktunartillaga eru ekki lög og því standast þau ekki til lengdar og sér í lagi þegar forsendur þess bresta. Bæði á við um ESB umsóknina og því í góðu lagi að fara þessa leið. Að líkja því við að þingsályktunartillaga séu með sömu forsendur og lög lýsir mjög takmörkuðum skilningi á störfum Alþingis enda hafði Katrín í VG ekki þau orð um þetta heldur að farið væri út af venju.
Fyrirvarar þessarar þingsályktunartillögu um ESB voru brostnir og því engin ástæða til að halda áfram. Sættu þig við það og farðu eftir lýðræðislegum leiðum sem þýðir að þrýsta á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu. Annað er ekkert annað en ómur úr tómri tunnu.
Rúnar Már Bragason, 14.3.2015 kl. 22:06
Segja orðin "ályktun" og "tillaga" allt um það hvort þetta er bindandi? Þarf að hnykkja frekar á því?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 22:36
Menn sem hrópa svo á þjóðaratkvæði ættu að hafa hugfast að í þeim felast heldur ekki bindandi kvaðir eftir meðferð vinstrimanna á þinginu. Niðurstaðan er leiðbeinandi en ekki bindandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2015 kl. 22:38
Það er rétt, þetta er ekki þingsályktunartillaga heldur þingsályktun. Hún hætti að vera tillaga þegar Alþingi samþykkti hana. Og þingsályktanir eru með sömu forsendur og lög hvað gildistíma varðar.
Alþingi hefur ekki kveðið upp úr um að fyrirvarar þessarar þingsályktunar séu brostnir. Og Alþingi eitt getur um það dæmt og ákveðið framhaldið. Umsóknin er því í fullu gildi. Þingsályktunin virk. Og ef vilji er til að halda áfram viðræðum er ekkert því til fyrirstöðu.
Frávik ríkisstjórnar frá lýðræðislegum leiðum og tilburðir til að hundsa Alþingi verður ekki liðið.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 00:14
Ertu að segja Ufsi, sem getur ekki komið undir nafni, að allar þingsályktar frá 1944 og er ekki lokið séu í fullu gildi? Held þú hefur heldur betur skotið út í loftið núna. Sé það alveg í anda að Steingrímur og Jóhanna tækju upp að fylgja eftir þingsályktunum frá stjórnartíð Davíðs. Eigum við að fara að leita?
Það er heldur ekki hægt að banna neinum að taka upp aðlögun að ESB en miðað við allt upphlaupið þá er það algerlega að skjóta sig í fótinn án þess að spyrja þjóðina. Allt þetta upphlaup stafar af því að ESB sinnar vita að þeir hafa tapaðan málstað.
Rúnar Már Bragason, 15.3.2015 kl. 00:43
Allar þingsályktanir frá 1918 og er ekki lokið eru enn í fullu gild. Þessi, eins og allar aðrar, fellur úr gildi þegar Alþingi kveður svo um eða þegar verkefninu sem hún kveður á um lýkur. Hrafnseyrarnefnd var til dæmis komið á fót með þingsályktun þann 16. janúar árið 1945 og starfar enn eftir þeirri þingsályktun. Í stjórnartíð Steingríms og Jóhönnu var fylgt eftir fjölda þingsályktanna frá stjórnartíð Davíðs, sumum er enn verið að fylgja en aðrar hafa gengið sitt skeið eða verið breytt af Alþingi. Þannig var til ársloka 2012 þingsályktun um stefnumótun um aukið umferðaröryggi frá 2002 fylgt, 2002 var Davíð Oddson forsætisráðherra.
Við höfum þingmenn og Alþingi til þess að þurfa ekki að kjósa í hvert sinn sem einhver er ósáttur. Það kallast þingbundið lýðræði og byggir á því að þingmenn hafa ekki aðeins óskorað vald til að taka svona ákvarðanir fyrir þig, þeim ber að taka þessar ákvarðanir. Ábyrgðin er þeirra og þeir geta ekki varpað henni yfir á þjóðina.
Ufsi (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 01:55
Þú ferð nú alveg í hringi Ufsi og auðvitað án þess að koma undir nafni. Þú segir að fullt af ályktunum hafi verið fylgt eftir og tekur svo dæmi um eina almenna sem flestir ef ekki allir þingmenn geta tekið undir.
Össur setti þessa ályktun í bið án þess að spyrja þing og lét ekki vita fyrr en eftir á. Er það nokkuð annað en Gunnar er að gera núna? Ég sé engan mun á því þar sem Össur var að hverfa frá ályktuninni.
Í annan stað þá er engin leið að fylgja þessari ályktun eftir nema breyta stjórnarskrá og núverandi ríkisstjórn ætlar sér það ekkert. Það stendur ekki til að aðlagast ESB og hvers vegna þá að halda þessu úti? Össur vissi það alveg en ákvað að fara kringum hlutina með að segja þá vera í bið. Með öðrum orðum með þessa þingsályktun er engin leið að fylgja eftir þar sem ekki er vilji til þess að breyta stjórnarskrá sem leyfir framsal fullveldisins. Málið dautt.
Rúnar Már Bragason, 15.3.2015 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.