Losnar ekki um höftin með þessu hugarfari

Svo vitnað sé í Arnór aðstoðarseðlabankastjóra: "... vand­inn er leys­an­leg­ur og ef lausn­in finnst ..."

Þetta snýst um að taka ákvörðun en ekki finna skothelda lausn. Það er svo sem ekki meiru að búast frá skrifstofublókum þar sem ákvörðun er ekki þeirra að taka. Lausnin er að taka ákvörðun og fylgja henni eftir. Það er alltaf áhætta og engin leið að sjá nákvæmlega hvað gerist.

Höftin fara ekkert fyrr en ákvörðun er tekin um að afnema þau og þá skiptir engu máli hvað skrifstofublækur segja þangað til.


mbl.is Hægt að afnema höftin hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viltu fá nákvæma dagsetningu og klukkan hvað? Þannig að það verði allt botnfrosið þangað til vegna þess að enginn þorir að hreyfa sig?

Nei þú munt frétta af því sama dag og það gerist og ekki einum degi fyrr, vegna þess að er engin önnur leið til að standa að slíkri tilkynningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2015 kl. 22:56

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ég er að fjalla um hugarfarið við afnám haftanna. Geri mér alveg grein fyrir að afnám þeirra verður ekki dagsett en fyrst og fremst þurfum við að trúa því að þetta sé hægt. Það leiðir okkur að lausninni.

Rúnar Már Bragason, 19.3.2015 kl. 08:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem ég á ennþá eftir að heyra um þetta eru rökin fyrir því að yfirhöfuð eigi að afnema höft á hreinræktaða fjármagnsflutninga þar sem andlag viðskiptanna er hvorki vara eða þjónusta sem tilheyrir eðlilegri atvinnustarfsemi. Kannski er það vegna þess að það eru ekki til nein rök fyrir því.

Vonandi er því búið að taka þá ákvörðun að afnema höftin alls ekki, en þá eru líka jafn litlar líkur eða ennþá minni á að það verði tilkynnt opinberlega heldur en að afnám þeirra yrði tilkynnt með einhverjum verulegum fyrirvara.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2015 kl. 08:39

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Auðvitað eru til spákaupmenn sem vilja haganast en þeir hagnast ekki með að setja krónuna á hliðina. Gjaldmiðill snýst mikið um tiltrú og góð hagstjórn heldur uppi gjaldmiðli. Spurningin er frekar hvort við treystum alþingismönnum til að vera með góða hagstjórn.

Ef stjórnarandstöðu tekst að blekkja þingið og síðan þjóðina með að halda "viðræðum" áfram við ESB þá er forsendan að afnema höftin.

Rúnar Már Bragason, 19.3.2015 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband