Læsi stjórnarandstöðunnar

Það væri skrýtið að bjóða þjóðinni á ráðstefnu OECD miðað við læsi stjórnarandstöðunnar. Hún virðist engan veginn geta skilið muninn á viðræðum og aðlögun að ESB.

Þegar fullorðið fólk, sem á að vera fyrirmynd barnanna, kann ekki að lesa einfaldan texta, af hverju ættu börnin að kunna það. Er ekki sagt að börnin gera það sem fyrir þeim er haft.

Illugi mætti alveg eins spyrja sig hvort textinn sem notaður eru sé einfaldlega ekki við hæfi texta sem notaður er í dag. Á þann hátt að íslenska breytist og sá íslenskufræðingur sem býr til textann sé einfaldlega ekki með puttann á púlsinum. Slík naflaskoðun er ekkert út í hött enda hægt að skrifa sama texta á marga vegu.

Við það má bæta að margir Íslendingar tala og skrifa betri ensku en innfæddir en ég skil mér rétt til að efast stórlega um að stjórnarandstæðan sé í þeim hópi. Til þess þarf að skilja muninn á viðræður og aðildarviðræður.


mbl.is Ekki boðið á OECD-fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður og þarfur pistill.  En ætli stjórnarandstaðan GETI lesið hann skammlaust?????

Jóhann Elíasson, 19.3.2015 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband