Allar bólur springa

Vissulega má gera mikið úr því að Píratar mælast stærstir en allar bólur springa og þessi mun gera það líka.

Í fyrsta lagi eins og Birgitta segir þá eru Píratar lítið fyrir flokka sem sagðir eru hægriflokkar. Hún tilheyrir því til vinstri sem hentar ekki öllum kjósendum.

Í öðru lagi þá stendur flokkurinn fyrir að vera móti ríkisbákni og stórveldum. Það er ekki hægt að stjórna ríki og vera á móti ríkisbákni. Þversögn sem gengur ekki upp. Að vera á móti stórveldum er allt í lagi en af hverju vilja þá Píratar ganga í ESB með að klára aðildarviðræður? Það þýðir ekkert að segja vilja þjóðaratkvæðagreiðslu því annaðhvort er gengið í ESB eða ekki. Þversögnin springur þarna beint í andlitið á þeim.

Í þriðja lagi það sem stækkar mjög ört fer jafn fljótt niður. Það þarf mikið að standa að baki til að halda úti miklu stökki og að baki Pírötum er ekkert. Baklandið er fólk sem er á móti öllu og það er ekki traustur hópur.

Í fjórða lagi þá vitum við ekkert nákvæmlega um svarhlutfallið í þessari könnun. Kannanir MMR eru ekki eins vel unnar og annarra og yfirleitt sýna yfirleitt meira flökt en annarra (tek fram hef ekki rannsakað þetta af nákvæmni og tala út frá tilfinningu).

Í fimmta lagi þá hefur verið tilhneiging að einn flokkur mælist hátt í könnunum, dalar en fær hærra en í síðustu kosningum.

Þetta er ekki fylgi sem er komið til að vera.


mbl.is Vill ekki verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband