Arfleið Jóhönnu

Það er athyglisvert að skoða feril Jóhönnu Sigurðardóttur sem leiddi Samfylkinguna á undan Árna. Hún var í Alþýðuflokknum en reyndar ekki sem formaður. Fór þaðan og flokkur síðan hætti að bjóða fram. Hún var með eigin flokk og eftir að hún fór var flokkurinn lagður niður. Loks fór hún í Samfylkinuna og nú er flokkurinn í andaslitrunum eftir að hún er farin.

Fyrir síðustu kosningar las ég að á einum stað að ritara fannst Jóhanna hafa verið mikill leiðtogi en hvers konar leiðtogi er það þar sem flokkar deyja eftir daga hennar?

Í minum huga er slík kona ekki leiðtogi því arfleiðin er einmitt það sem skiptir máli. Að koma málunum þannig frá sér að það sé framtíð framundan. Jóhann er ekki fær um það. Árni Páll er enginn leiðtogi né heldur Sigríður. Eiginlega er flokkurinn hauslaus og lítið annað eftir en að tilkynna andlátið.


mbl.is „Þarf að vanda mig í framhaldinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Formaður stjórnmálaflokks, sem skilur kosningu sína til áframhaldandi formannssetu með nánast 50/50 fylgi, sem sitjandi formaður, fagnar því með fagurgala og bjálfasvip, eins og honum er einum lagið, sem fékk mótframboð korter fyrir ellefu, er slakur formaður.

Er ekki tími ÁP liðinn, alveg eins og Silfurskottunnar og Þistilfjarðarkúvendingsins?. Er nema von að maður spyrji?

Ekki það að aðrir leiðtogar á þingi séu neitt betri, en varla verða nokkur verri en ÁP, eftir þessa útreið. Útreið er reyndar ekki nógu sterkt að orði kveðið, en látum það duga að sinni. Upphafsorð þessa seinheppna og alveg hreint undraverðra orðagjálfurslega stjórnmálamannns, í upphafi landsfundarins, skjóta þetta fyrirbæri út í hafsauga, að eilífu! Evra og ESB....Þvílík tímasetning fyrir landsfund, en þar hæfir sennilega kjaftur skel, eins og seinheppin þingkona og barnabókarithöfundur þrusaði eittt sinn út úr sér á Þingi, milli Jóns og Bjarna, kvittana fyrir klæðnaði og öðru smálegu.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2015 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband