Hvað er lýðræði?

Það getur verið eitthvað í þessu hjá Helga að fólk sé að kalla eftir lýðræði. Frekar held ég sé verið að kalla eftir að hætta þessu þrasi og leyfa þinginu að vinna vinnu sína.

Tvískilningur Pírata liggur í því að segja eitt en fylgja örðu eftir annarsstaðar. Tökum sem dæmi í Reykjavík, Grensásvegur. Þar eru Píratar í stjórn og tönglast sífellt á því að leyfa fólkinu að ráða. Hvernig er svo farið með valdið? Málið er keyrt í gegn á fundi þar sem einu mælendur eru með breytingu. Svo var einn virkur dagur til að mótmæla. Mjög lýðræðislegt?

Einfeldni Pírata mun verða þeim að falli. Það er ekki hægt að hrópa þjóðaratkvæði við einu en hafna öðru, t.d. Reykjavíkurflugvelli. Píratar eru í stjórn í Reykjavík og bera ábyrgð á hvernig þrengt er að flugvellinum.

Varðandi ESB þá er ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna því engin leið er að sækja um aðild nema til að ganga inn. Þetta er enginn samningur sem síðan er kosið um, það er blekking. Píratar verða að kynna sér málið betur nema þeir vilji virkilega ganga í ESB. Eina spurningin sem gengur upp er: Viltu ganga í ESB? - já/nei.

Þegar á botninn er hvolt þá er sterk vísbending um að fólk sé búið að fá upp í kok af þessar þraspólitík sem stjórnarandstæðan heldur uppi. Píratar sleppa þar vegna þess að þeir eru nýjir og bera ekki ábyrgð á ESB umsókninni. Þegar þversögn í málflutningi þeirra fer síðan að koma betur upp á yfirborðið þá minnkar fylgið aftur.

Talandi um lýðræði á sunnudagsmorgni. Þetta er ekki lýðræði: http://www.visir.is/vill-ad-stjornarandstadan-geri-med-ser-kosningabandalag/article/2015150329818

Þarna tala Birgitta um að koma á bandalagi til að koma breytingum í gegn án þess að til þess sé leggja það fyrir þjóðina. Nei, þetta er alls ekki lýðræði.


mbl.is „Ákall um lýðræðisumbætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hefur verið orðað við mig að kjósa píratana í næstu kosningum vegna afstöðunnar á móti flokksræðinu ( vil opna á einstaklingsframboð) og vegna þeirrar skoðunar að skilja af löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið og ráða ráðherra ríkisstjórnar utan þings). Ég hef hinsvegar ekki hlustað á það vegna þess að í raun hafa píratar ekki farið eftir þessum hugmyndum sínum sjálfir. Ég man ekki eftir forvali eða forkosningum hjá þeim þegar þeir stilltu upp listanum síðast og hugmyndir þeirra um aðskilnað framkvæmdavalds sýnist mér einungis snúast um það að þingmenn veljist áfram í ráðherrastöður en verði síðan að segja af sér þingmennsku. Þetta hefur að sjálfsögðu engan tilgang að mínu mati sem legg þetta til þess að hæfi ráðamanna batni. En þessi uppgangur pírata ef hann endist fram yfir kosningar gæti þó valdið ví að umræðan um að betrumbæta stjórnkerfið vaxi en mér hugnast ekki að þeir fari í kosningabandalag með öðrum flokkum. Það mun örugglega veikja tiltrú fólks á þeim.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband