24.3.2015 | 15:33
Það er mikilvægara að allir hafi sama skilning á ESB ferlinu
Nei það liggur ekki svona rosalega mikið á að eyða peningum almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er byggða á blekkingum. Fyrst þarf að koma öllum á sama skilning hvað felst í aðildarviðræðum við ESB. Í annan stað þarf að vera almennur stuðningur við að fara þessa leið (hann fæst ekki úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna).
Þessi tillaga er blekking og skömm á Alþingi verðu hún samykkt. Það er ljótt að blekkja almenning án þess að fræða fyrst um hvað málið snýst. Auk þess getur svona þjóðaratkvæðagreiðsla aldrei snúist um annað en hvort við viljum í ESB. Að Píratar skuli taka þátt í svona blekkingum lýsir hversu einfaldir þeir eru.
Fáum sannleikann fyrst upp á yfirborðið.
Herra forseti, ég skil ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannleikurinn er að betra sé að fá leigu fyrir kvótann hjá ESB en gefa hann til siðspilltra samviskulausra aulabárða.
Blankheit landsins má skrifa alfarið á þá, þeir veðsettu eign þjóðarinnar og kerfið hrundi, nú er ekki hægt að taka hann til baka því þá fara bankarnir aftur á hausinn.
Á meðan enginn finnur leið úr vandanum þá sveltur þjóðin...
Jón Páll Garðarsson, 26.3.2015 kl. 19:06
Ekki er nú hægt að taka undir þetta hjá þér Jón Páll. Í fyrsta lagi þá er engin leiga á kvóta frá ESB, þeir myndu einungis ákveða kvótann. Í öðru lagi er ekki viðeigandi að uppnefna fólk þrátt fyrir að veðsetning kvóta hafi verið ljótur leikur og alls ekki átt að ganga svona langt. Í þriðja lagi þá sveltur þjóðin ekkert, það er mjög takmörkuð sýn á hlutina.
Rúnar Már Bragason, 26.3.2015 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.