Að líta sér nær

Í öllum látum stjórnarandstöðunnar á stjórnarflokkana þá virðist sem þeim væri nær að líta á sjálfa sig og hvernig þeir starfa. Píratar eru vissulega nýr flokkur en ég hef áður fjallað um ósamræmi í málflutningi þeirra. Björt framtíð er eiginlega úti á túni og heldur að geti synt með straumnum án þess að skera sig úr.

Þá er komið að síðustu stjórnarflokkum sem hafa ásakað núverandi stjórnvöld um hitt og þetta. Svo þegar farið er að kafa ofan í þessa flokka þá stendur ekki steinn yfir steini. Eitt er ákveðið á flokksþingum en allt annað gert í raunveruleikanum. Til hvers eru þá flokksþingin?

Núverandi stjórn má eiga það að enn hafa þeir fylgt flokksþingum sama hvað einstaka þingmaður segir. Þessir flokkar hafa unnið þannig og vilja vinna þannig. Vissulega má spyrja sig hvert ekki sé hægt að koma meiru í verk en þegar hrópað er um málefni sem skipta engu máli þá er verið að taka tíma frá öðrum verkum.

Allt tal um lýðræði er einungis hræsni hjá VG og Samfylkingunni þar sem þessir flokkar geta ekki einu sinni farið eftir lýðræðislegum leiðum flokksþinga sinna. Björt framtíð er hoppandi úti á túni og vonast að það sé sólskin. Píratar eru ekki trúverðugir þar sem Birgitta neitaði þjóðaratkvæðagreiðslu áður en allt í einu skiptir hún öllu máli.

Skilaboð til stjórnmálaflokka: Vinnið heimavinnuna ykkar og haldið samræmi milli málflutnings og aðgerða.

 

 


mbl.is Forysta VG hélt olíumáli leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hin lýðræðislega leið sem Stjórnarskráin boðar er að hver þingmaður er aðeins bundinn af eigin sannfæringu. Þeir voru kosnir á Alþingi en ekki flokksþingið. Leiðitamir sauðir sem greiða atkvæði eins og þeim er sagt eiga ekki heima á Alþingi. Það væri vissulega friðsælla á Alþingi ef ekki væri þessi megin regla lýðræðisins sem pirrar þig svo mjög og bannað væri að skipta um skoðun. Lýðræðið er ekki gallalaust og ekki ætíð skilvirkasta stjórnarformið. En ef skoðanaskipti og deilur fara svona mikið í taugarnar á þér þá ráðlegg ég þér að taka upp frímerkjasöfnun og hætta að fylgjast með störfum Alþingis því lýðræðið verður ekki aflagt til að skapa þann frið sem þú þráir.

Ufsi (IP-tala skráð) 27.3.2015 kl. 12:14

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Nú ruglar þú saman hlutum Ufsi. Fréttinn og pistillinn fjallaði um stefnumörkun sem flokksþing lögðu út frá en þingmenn þessu gerðu öðruvísi. Í öllum lýðræðisríkjum þar sem flokkslýðræði ríkir þá setja flokkarnir stefnumótun og eftir henni er farið. Síðan er þingmönnum vissulega leyft að greiða atkvæði eins og þeir vilja. Þannig að sé ekki vilji til að fylgja flokkslýðræðinu þá tekur við einstaklingslýðræðið og miðað við VG og Samfylkinguna sem hatast út í einstaklingsfrelsi Bandaríkjana þá get ég seint ímyndað mér að þeir fari þá leið.

Menn, konur, þingmenn og áhugafólk má hafa sína skoðun eins og því lystir fyrir mér. Það fer ekkert í taugarnar á mér en miðað við þitt svar Ufsi þá virðist það fara í taugarnar á þér.

Rúnar Már Bragason, 27.3.2015 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband