Kapphlaupið um Píratana

Að svara málefnalega fyrir sig felst í að koma með útskýringu á hvers vegna komist er að þessari niðurstöðu. Hins vegar ákveður Birgitta að snúa þessu upp í dúll um Davíð Oddson og þar með sleppa að svara málefnalega.

Hitt svar Pírata um að þurfi að setja sig inn í öll mál er undankomuleið því vitað mál er að engin leið er að komast inn í öll mál. Þannig gæti þau ákveðið að biðja varaþingmenn sína að setja sig inn í ákveðin mál og vinna það með sér. Það vinnst jú allt betur í hóp en Píratar virðast halda að öll vinnan þurfi hver og einn að vinna.

Kapphlaupið um Píratana snýst því um að hampa einstaklingseðlinu sem á að vera nokkurskonar súpermanneskja og geta haft yfirsýn yfir allt sem komið er nálægt. Þetta er farið að minna á skáldsagnaævintýri þar sem kapphlaupið er að vera fyrstur og þar með mestur.

Væri ekki nær að Píratar komi með meira innihald í sinn málflutning.

 

 


mbl.is „Hún er í sömu stöðu og aðrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband