7.4.2015 | 06:59
Við viljum en hinir vilja ekki
Hjá verkalýðsforustunni er lenska að tala um að þeir vilji alveg gera ýmislegt en hinn aðilinn vill fara aðra leið. Spurningin sem eftir stendur er hvað gerði BHM til þess að breyta stöðunni sem upp er komin?
Líklega fátt nema að undirbúa verkfall, víst það varð niðurstaðan. Deilur geta verið erfiðar en skrýtin þessi lenska að tala alltaf um að hinn aðilinn vilji ekki en minna um hvað ætla þeir sjálfir að gera til að komast áfram í deilunni.
Auðvitað vilja allir hærri laun og því miður hafa forstjórar landsins verið að umbuna sjálfum sér langt umfram skynsamleg mörk. Bera þeir ábyrgð á svona vinnustöðvun? Já á vissan hátt því hefðu þeir haft skynsemi í sjálfshækkun sinni þá væri spennan minni hjá almennum launamanni.
Held við vöðum samt áfram reykinn meðan horft er út frá þröngum sérhagsmunum sem eru allof algengir hér á landi.
Víðtæk áhrif verkfallanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.