11.4.2015 | 10:11
Hljómar þetta rétt?
Þegar fyrirsögnin er lesin þá virðist þetta við fyrstu sýn vera mjög skynsamleg nálgun. Jú það er rétt að fólk menntar sig í greinum sem ekki eru praktískar í þeim skilningi að vera undirbúningur fyrir starf.
Þegar lengra er lesið þá fer að renna á mann tvær grímur. Hvað á maðurinn eiginlega við? Ætlast hann til kommúnísk skipulags þar sem fólk er beint inn á ákveðnar brautir? Satt að segja er það hugmynd sem gengur ekki upp. Það er hugmynd á par við þrælahald.
Á hinn bóginn má segja að atvinnulífið er ekki nógu opið fyrir menntun. Það vill enginn gefa sig í verkefnið að þjálfa upp fólk þótt bein menntun sé ekki til staðar. Sem dæmi þá geta einstaklingar verið klárir í tölvum þótt ekki sé útskrifað með tölvunám. Tölvufyrirtæki sína þessum hóp lítinn áhuga og leita eftir frekar einsleitum útskrifuðum nemum.
Niðurstaðan er auðvitað mjög einsleitur vinnumarkaður sem ætlast til að fá allt upp í hendurnar en ekki hafa neitt fyrir neinu. Það vekur einmitt enn meiri furðu að einn af toppum vinnufólks skuli í raun tala máli atvinnurekanda.
Er ekki kominn tími á að leggja niður ASÍ?
Lítil þörf fyrir hópa menntafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt ´hjá honum. Ábyrgðin er líka okkar að velja okkur leið sem að getur aflað okkur framfærslu að gera það ekki er beiðni um komúniska forsjá þar sem ríkið sér fyrir öllum. Það má lika segja að niðurstaðan sé einsleitt menntakerfi þar sem allir ætlast til að fá allt upp í hendurnar hvort sem að þörf er fyrir þá menntun eða ekki í hinu daglega amstri þjóðfélagsins
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2015 kl. 11:50
Það er rétt hjá þér Jón að viðhorfið virðist svolítið þannig að þegar menntun er lokið þá bíði ákveðið starf, sem auðvitað er alger bábilja. Það er samt rangt að beina fólki inn á ákveðna menntun og eitthvað sem til lengri tíma skila sér ekki. Þannig fóru margir í lögfræði við hrunið en í dag er ekki þörf á ölllu þessu lögfræðimenntaða fólki. Hver ætlar að velja hvaða menntun sé rétt og hverjir fá að mennta sig? Svona stýring gengur ekki upp.
Rúnar Már Bragason, 12.4.2015 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.