Ábyrgð gagnvart samfélaginu

Íslensk fyrirtæki virðast oft elta hvert annað og það sést vel undanfarið þegar skoðuð eru laun stjórnamanna fyrirtækja og forstjóra. Þar sem einn reið á vaðið og hækkaði laun þá fylgdu allir hinir á eftir.

Óttinn við að vera út undan er svo rík að enginn þorir að fara eigin leið. Hjarðmennskan er ríkjandi eða meðvirkni með lélegum stjórnarháttum. Á síðasta ári sendi Gildi lífeyrisfélag frá sér reglur varðandi eignir í fyrirtækjum. Núna þegar stjórnarmenn hafa hækkað í launum, langtumfram það sem öðrum er boðið, þá heyrist ekkert í þeim. Var þetta plagg þeirra þá einungis sýndarmennska?

Það væri óskandi að íslensk fyrirtæki þorðu að fylgja eigin sannfæringu og þeim sem skapa verðmætin laun til samræmis.


mbl.is Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar stjórnarmenn hafa hækkað í launum langt umfram það sem öðrum er boðið núna vantar inn í myndina hvenær stjórnarmenn hækkuðu síðast og hvað hafa laun verkafólks hækkað mikið síðan. Það er ekki hægt að bera saman einstakar hækkanir aðila sem fá hækkun á hverju ári og þeirra sem hækka á 5 til 10 ára fresti. Til dæmis voru lágmarkslaun verkafólks 110.000 1.jan. 2005 og hafa því hækkað um rúm 100%, hver voru stjórnarlaun þá?

Ufsi (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 09:11

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Umræðan er um almenna hækkun stjórnarlauna, óháð samanburði við verkamenn. Ég er að gagnrýna þessi eltimennsku sem einkennir íslensk fyrirtæki og ríkisrekstur. Jón Magnússon bendir á góðan hlut að stjórnamenn í ríkisfyrirtækjum eru jafnvel enn hærra borgaðir. Það er auðvitað ólíðandi að sóa ríkisfjármunum svona en auðvitað má einkafyrirtæki hafa þetta eins og það vill.

Rúnar Már Bragason, 17.4.2015 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband