SMS stjórnin - viðeigandi nafn

Allt þarf nafn og ríkisstjórnir mega ekki vera skyldar út undan. Þar sem þessi stjórn virðist hafa fæðst í baktjalda makki þá finnst mér viðeigandi að kalla hana í takt við tímann SMS stjórnin (lesist: smess stjórnin). SMS er samskipta máti unga fólksins og sá háttur þar sem notandi getur haft samskiptin við aðra þrátt fyrir að vera í miðju samtali.

Stjórnarandstaðan var fljót að gefa til kynna baktjaldamakk af hálfu flokkanna sem nú ræða ríkisstjórana samstarf enda hægðarleikur að senda eitt SMS og brosa framan í viðmælanda sinn. 

Ef þessir flokkar komast að samkomulagi og gera góðan skurk í ráðherraliðinu með því að hleypa yngri og efnilegri að þá gæti þetta orðið spennandi stjórn. Ef hins vegar er farið eftir goggunarröðinni og haldið fast í hefðir þá sé engan mun á þessari stjórn og þeirri stjórn sem sleit samvistum.

Flestir gætu þar með sagt að SMS standi fyrir STERKUR MEIRIHLUTI STJÓRNAR en gárungarnir myndu án efa snúa fljótt út úr og kalla hana SJÁLFSAGT MYGLAR STJÓRNIN. 

Svo er bara að bíða og sjá hvað úr verður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband