26.5.2007 | 00:45
Fyrst hugsum við um okkur, síðan slúðrið og loks ...
Fyrst og fremst höfum við áhuga á okkur og það sem snýr að okkur. Slúðrir á auðveldann aðgang að eyrum okkar og lifir oft góðu lífi. Umhverfið hins vegar er all fjarri flestum. Við hugsum ekki mikið um það þegar við þurfum að fara í búðina á bíl og búðin er í göngufæri.
Sama má segja um lítilmagnann í okkar eigin landi. Almennt erum við ekki mikið að hugsa til hans og viljum heldur heyra hvað ríkustu menn landsins hafa í laun (er það ekki slúður).
Það má segja að þetta séu rétt orð en hvort að þau séu sannfærandi og fái okkur til að hugsa um umhverfið finnst mér harla ólíklegt.
Gore gagnrýnir áhuga fólks á slúðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.