Markvissar upplýsingar

Þórólfur hefur sagt oft og mörgum sinnum það sem kemur fram í greininni. Spurningin er hvort að fólk hlusti yfirleitt nógu vel á hann. Leiðin er að upplýsa almenning betur á mjög skýran hátt. Þannig er hægt að segja upp skjal sem segir: Við 100 smit þá eru viðbrögðin þessi þe. 20 manns og lokum þessum stöðum.

Holland er að fara þessa leið og ég held að öllum væri gott að fá skýra mynd hvernig brugðist er við þær aðstæður sem upp koma. Þetta á líka við þegar aflétting á sér stað.

Við þurfum líka að velta betur fyrir okkur smitleiðunum því eitthvað virðist fara á mis. Ef síma er veifað á almannafæri í hópi er það ekki eins og hver annar snertiflötur? Sé síminn ekki þrifinn er hann þá ekki möguleg smitleið? Veltum smitleiðunum betur fyrir okkur og reyna að læra að forðast smit.

Að lokum vil ég nefna það að þessa grein áttu stjórnmálamenn að skrifa en ekki þríeykið. Þau fara eftir lögum og eiga ekki að þurfa að verja aðgerðir sínar enda er það stjórnmálamanna að ákveða hvað er síðan gert út frá því sem þríeykið leggur fram.


mbl.is 3 þúsund myndu greinast daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar fólk hefur ekki hugmynd um hvert markmiðið er, þá getur verið erfitt að leggja línur.

Eina mögulega niðurstaðan úr svona faraldri er að fólk öðlist ónæmi fyrir pestinni. Það getur gerst með bóluefni ef það er tiltækt. Annars gerist það á náttúrulegan hátt. Það eru litlar líkur á að bóluefni verði farið í almenna dreifingu innan næstu tveggja ára, ef það kemur þá nokkurn tíma bóluefni sem virkar og er öruggt.

Valið stendur því um að nýta þá afkastagetu sem heilbrigðiskerfið hefur til að láta faraldurinn ganga sem fyrst yfir, eða að treina hann árum saman. Með því að treina faraldurinn er verið að margfalda fátækt í heiminum, stórauka atvinnuleysi, og tugir milljóna munu deyja. Miklu fleiri en úr pestinni. Þetta er það sem verið er að gera hér. Það eru að jafnaði 2-3 í notkun af þeim kannski 40 öndunarvélum sem til eru í landinu. Það sýnir að því fer fjarri að verið sé að reyna að vinna á faraldrinum. Það er aðeins verið að ýta vandanum á undan sér með hroðalegum afleiðingum. Nú er 25% atvinnuleysi á Suðurnesjum og fer vaxandi. Enginn hefur dáið úr pestinni síðan í vor og samt er fjöldi smitaðra búinn að tvöfaldast. Hvenær opnar fólk augun?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband